Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mið 29. júní 2022 16:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grodzisk Wielkopolski
„Ákveðinn sigur fyrir mig að spila 90 mínútur"
Icelandair
Sara í leiknum í dag.
Sara í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ákveðinn sigur fyrir mig að spila 90 mínútur. Ég man ekki hvenær ég spilaði 90 mínútur síðast, það er langt síðan. Það jákvæða er að mér leið bara ótrúlega vel. Ég fann að það byrjaði að dragast aðeins af mér síðustu fimmtán mínúturnar en er ánægð að hafa fengið 90 mínútur í lappirnar," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir eftir sigur Íslands á Póllandi í vináttulandsleik í dag.

Lestu um leikinn: Pólland 1 -  3 Ísland

„Við sjáum hvernig endurhæfingin verður og hvernig ég næ að 'recovera'. Skrokkurinn er bara ágætur en ég finn alveg að ég er með 90 mínútur í löppunum. Við fáum góða endurheimt á morgun, hvílum okkur og ég ætti að vera góð eftir tvo daga."

Fyrri hálfleikurinn í dag var ekki nægilega góður, Póllandi leiddi með einu marki í hléi en Ísland svaraði með þremur mörkum í seinni hálfleik.

„Við vorum ekki alveg að finna taktinn í fyrri hálfleiknum, frekar svekkjandi að við náðum ekki að halda út og þær skora í lokin. En mér fannst allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik. Við stigum ofar, pressan virkaði miklu betur og við skoruðum þrjú mörk. Frábært að fá sigur fyrir EM, fá sjálfstraustið og mjög góður seinni hálfleikur," sagði Sara.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner