Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 29. júní 2022 16:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grodzisk Wielkopolski
„Ákveðinn sigur fyrir mig að spila 90 mínútur"
Icelandair
Sara í leiknum í dag.
Sara í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ákveðinn sigur fyrir mig að spila 90 mínútur. Ég man ekki hvenær ég spilaði 90 mínútur síðast, það er langt síðan. Það jákvæða er að mér leið bara ótrúlega vel. Ég fann að það byrjaði að dragast aðeins af mér síðustu fimmtán mínúturnar en er ánægð að hafa fengið 90 mínútur í lappirnar," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir eftir sigur Íslands á Póllandi í vináttulandsleik í dag.

Lestu um leikinn: Pólland 1 -  3 Ísland

„Við sjáum hvernig endurhæfingin verður og hvernig ég næ að 'recovera'. Skrokkurinn er bara ágætur en ég finn alveg að ég er með 90 mínútur í löppunum. Við fáum góða endurheimt á morgun, hvílum okkur og ég ætti að vera góð eftir tvo daga."

Fyrri hálfleikurinn í dag var ekki nægilega góður, Póllandi leiddi með einu marki í hléi en Ísland svaraði með þremur mörkum í seinni hálfleik.

„Við vorum ekki alveg að finna taktinn í fyrri hálfleiknum, frekar svekkjandi að við náðum ekki að halda út og þær skora í lokin. En mér fannst allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik. Við stigum ofar, pressan virkaði miklu betur og við skoruðum þrjú mörk. Frábært að fá sigur fyrir EM, fá sjálfstraustið og mjög góður seinni hálfleikur," sagði Sara.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner