Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Phillips til Man City verður klárað þegar hann kemur úr fríi
Mynd: Getty Images
Tim Thornton, fréttamaður Sky Sports, ræddi um Kalvin Phillips, leikmann Leeds, í dag. Phillips virðist vera á leið til Manchester City.

„Þetta er að nálgast. Ástæðan fyrir því að þetta er ekki frágengið er sú staðreynd að leikmaðurinn er í fríi. Hann á að snúa aftur í lok vikunnar og þetta verður líklega klárað þá eða í upphafi næstu viku," sagði Thornton.

City mun greiða um 50 milljónir punda sem er enskur landsliðsmaður. Hann kemur inn í leikmannahóp Manchester City þar sem Fernandinho hefur kvatt félagið eftir níu ár.

Phillips er 26 ára gamall og er uppalinn hjá Leeds. Hann hefur spilað 214 deildarleiki fyrir félagið og 23 landsleiki fyrir England.
Athugasemdir
banner
banner