Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   fös 29. júlí 2022 15:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andleysið algjört - „Það var glórulaust að horfa á þetta"
Maður sem er ekki sáttur með gang mála þessa stundina.
Maður sem er ekki sáttur með gang mála þessa stundina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik ÍA og Leiknis í sumar.
Úr leik ÍA og Leiknis í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leiknir Reykjavík og ÍA eru sem stendur í fallsæti í Bestu deild karla. Í síðasta þætti af Innkastinu var rætt um þessi tvö lið, en þau fengu bæði skell í umferðinni sem var rætt um í þættinum.

ÍA tapaði stórt gegn Fram á heimavelli og Leiknir tapaði gegn ÍBV í fallbaráttuslag.

„ÍA og Leiknir eru langlíklegustu liðin til að fara niður, eða hvað?" spurði Elvar Geir Magnússon.

„Ég sá ekki frammistöðu ÍA (gegn Fram) en ég sá lið Leiknis í gær. Þeir voru hörmulegir," sagði Sæbjörn Þór Steinke. „Það var glórulaust að horfa á þetta, hvað var í gangi?"

„Maður sér liðið sitt tapa og allt það, en að tapa svona... andleysi og það heyrist ekki múkk í nokkrum manni. Þetta var risastór sex stiga leikur í fallbaráttunni og það var eins og menn nenntu ekki að spila þennan leik. Það er pirrandi þegar maður hefur það á tilfinningunni að menn séu ekki einu sinni að gefa í þetta. Það er ömurlegt," sagði Elvar jafnframt.

„Það er sama saga í gangi upp á Skaga. Oftast eru þetta liðin sem falla um deildir," sagði Óskar Smári Haraldsson. Mikið andleysi í gangi hjá þessum liðum.

Leiknir tapaði 0-5 fyrir KA og svaraði því með 1-4 tapi gegn ÍBV. „Í upphafi var markaskorun vandamálið, algjörlega. Núna er allt að falla niður varnarlega líka," sagði Elvar.

„Ég held að þetta hafi verið besti leikur Eyjamanna á móti versta leik Leiknis," sagði Sæbjörn.

Það er nóg eftir af mótinu og nægur tími fyrir þessi lið til að finna taktinn, þetta er ekki búið. En þessi tvö lið eru líkt og fyrr segir þau líklegustu til að fara niður í augnablikinu, þau eru jú í fallsætunum tveimur og ekki hefur spilamennska þeirra verið upp á marga fiska upp á síðkastið.

Hægt er að hlusta á allt Innkastið í spilaranum hér fyrir neðan.
Innkastið - Niðurlægingar á heimavöllum, rauð spjöld og formannspistill
Athugasemdir
banner
banner
banner