Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 29. júlí 2022 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Celta ætlar að refsa Denis Suarez
Suarez hefur misst af þremur deildarleikjum á síðustu tveimur tímabilum hjá Celta.
Suarez hefur misst af þremur deildarleikjum á síðustu tveimur tímabilum hjá Celta.
Mynd: EPA
Carlos Mourino ásamt Joan Laporta forset a Barcelona.
Carlos Mourino ásamt Joan Laporta forset a Barcelona.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Denis Suarez hefur verið fastamaður í byrjunarliði Celta Vigo undanfarin tvö ár en nú hefur staðan breyst og gæti verið að þessi sóknarsinnaði miðjumaður sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið.


Suarez á hlut í umboðsskrifstofu sem var meðal annars með nokkra unga stráka á sínum snærum í akademíunni hjá Celta. 

Einn þessara stráka heitir Bryan Bugarin og þykir gífurlega mikið efni. Hann er aðeins 12 ára gamall og bauð stórveldið Real Madrid bæði foreldrum stráksins og umboðsskrifstofunni væna fúlgu fjárs til að sannfæra strákinn um að skipta yfir.

Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni vildi strákurinn sjálfur ekki yfirgefa vini sína í Vigo en foreldrar hans og umboðsskrifstofan sannfærðu drenginn um að þetta væri rétta skrefið fyrir hann.

Þetta fór illa í stjórnendur Celta og sérstaklega Carlos Mourino forseta félagsins. Atvikið átti sér stað fyrir ári síðan og hótaði Mourino að taka Suarez úr liðinu en þjálfaranum tókst að sannfæra forsetann um að hætta við. 

Nú er staðan þó önnur þar sem forsetinn er sagður ætla banna Suarez að spila og aðeins leyfa honum að mæta á 75% æfinga liðsins, sem er lægsta hlutfall æfinga sem samningsbundinn leikmaður má mæta á í spænsku deildinni.

Mourino er bitur út í Suarez og lét hann alla innan félagsins sem voru tengdir í umboðsskrifstofuna hætta hjá henni. Hann biðlaði til Suarez að gera slíkt hið sama en leikmaðurinn neitaði og í kjölfarið ásakaði Mourino leikmanninn um að hafa svikið Celta fyrir 50 þúsund evrur.

Suarez svaraði þessu með yfirlýsingu þar sem hann tók meðal annars fram hvernig hann fór frá Barcelona til að upplifa æskudraum um að spila fyrir uppeldisfélagið sitt, Celta.

Þar að auki biður Suarez forsetann um að finna einhverja sönnun fyrir því að hann sem einstaklingur hafi persónulega hagnast á sölu drengsins til Real.

Suarez hefur leikið fyrir Sevilla og Villarreal á Spáni og á einn úrvalsdeildarleik að baki fyrir Manchester City og fjóra fyrir Arsenal. Hann vill vera áfram hjá Celta og á tvö ár eftir af samningnum.

Suarez er 28 ára gamall og á aðeins einn landsleik að baki fyrir Spán þrátt fyrir að hafa verið lykilmaður í U21 liðinu.


Athugasemdir
banner