banner
   fös 29. júlí 2022 19:49
Ívan Guðjón Baldursson
Joey Gibbs kominn aftur til Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Joey Gibbs er kominn aftur til Keflavíkur eftir að hafa farið heim til Ástralíu í tæpt mánaðarlangt leyfi. Gibbs var að eignast sitt fyrsta barn og fór á hinn enda hnattarins til að taka sér frí og kynna frumburðinn fyrir öðrum fjölskyldumeðlimum


Framherjinn knái missti af fræknum sigri Keflavíkur á útivelli gegn Val og tapleikjum á heimavelli gegn sterkum liðum Breiðabliks og KA en núna er markavélin mætt aftur.

Gibbs hefur verið algjör lykilmaður í liði Keflavíkur og er búinn að skora 42 mörk í 61 skráðum leikjum á vefsíðu KSÍ. Hann er þó aðeins kominn með eitt mark í níu leikjum í Bestu deildinni eftir að hafa verið algjör markavél í Lengjudeildinni.

Gibbs er fæddur 1992 og lék með Blacktown City FC í heimalandinu áður en hann flutti til Íslands. Hann verður samningslaus eftir þetta tímabil.

Keflavík hefur verið að gera flotta hluti á tímabilinu og er um miðja deild með 17 stig eftir 14 umferðir, sjö stigum frá fallsvæðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner