Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mán 29. júlí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki staðið við loforð og Moukoko vill fara
Youssoufa Moukoko.
Youssoufa Moukoko.
Mynd: Getty Images
Fagnar marki með Dortmund.
Fagnar marki með Dortmund.
Mynd: EPA
Umboðsmaður Youssoufa Moukoko hefur látið Borussia Dortmund heyra það og er líklegt að sóknarmaðurinn ungi muni róa á önnur mið í sumar.

Moukoko hefur lengi verið í sviðsljósinu eftir að hann byrjaði að raða inn mörkum með U19 liði Dortmund þegar hann var 14 ára gamall. Það voru miklar væntingar gerðar til hans en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi með aðalliðinu núna þegar hann er orðinn 19 ára gamall.

Umboðsmaður Moukoko hefur núna tjáð sig en hann er ósáttur við stöðu mála.

„Youssoufa getur náð ótrúlega langt, en hann náði ekki að sýna það á síðustu leiktíð. Honum var lofað miklu áður en hann skrifaði undir, en það var ekki staðið við það. Hann hafði bara áhuga á að spila," sagði Patrick Williams, umboðsmaður Moukoko, við Fabrizio Romano.

Moukoko vill greinilega fá að spila meira en það er ekki útlit fyrir að margt breytist á næsta tímabili hjá Dortmund. Félagið er nýbúið að kaupa Serhou Guirassy frá Stuttgart.

Williams segir að hann og Moukoko hefðu viljað hafa hlutina öðruvísi en þeir eru núna að kanna áhuga frá Englandi, Spáni og Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner