Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 29. september 2020 19:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maggi svekktur: Mjög auðvelt að dæma víti þegar við erum búnir að fá tvö
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekktur augljóslega. Við vorum 1-0 yfir og með unninn leik í höndunum og fáum jöfnunarmark á okkur í lokin. Við klikkuðum í okkar varnarfærslum og þeir komust inn á teiginn. Við vorum búnir að fá tvær vítaspyrnur í leiknum og þá er mjög auðvelt að dæma aðra. Þannig er það í fótboltanum. Við vorum klaufar að fá þetta jöfnunarmark á okkur en að sama skapi er ég hrikalega stoltur af strákunum," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir jafntefli gegn Þór í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Afturelding

Afturelding fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, fyrri fór forgörðum en Jason Daði Svanþórsson skoraði úr þeirri seinni. Þórsarar jöfnuðu svo úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Magnús talar um að það hafi verið auðvelt að dæma vítaspyrnu þegar Alvaro Montejo fór niður í teig Mosfellinga. Fannst Magga það ekki vera víti?

„Jú jú, það getur vel verið að þetta hafi verið vítaspyrna. Við erum brenndir eftir fyrri leikinn þar sem þeir fengu tvær gefins vítaspyrnur. Ég á eftir að sjá þetta aftur en strákarnir eru ósáttir og vilja meina að okkar maður hafi farið í boltann."

Strákarnir læra heima í rútunni
Maggi var spurður út í ferðalagið í dag, leiktímann og hvort hann hafi þurft að redda fríum í vinnu og skóla fyrir leikmenn sína.

„Ég er búinn að bjóðast til að senda 'mail' á skólameistara og annað ef þess þarf," sagði Maggi og hló. „Það getur vel verið að ég þurfi að semja einhverja tölvupósta á morgun til að útskýra einhverjar fjarvestir en ég vona nú að menn sýni þessu skilning. Svo læra strákarnir bara heima í rútunni - duglegir."

Maggi var þá spurður út í leikmannahópinn og þróunina á honum frá því í fyrra. Hann er á því Afturelding hafi vaxið sem lið frá því liðið heimsótti Þórsvöll síðast vorið 2019 og tapaði. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.

Grátlegt í dag en heimaleikurinn svíður ennþá meira
Hann kom snemma í viðtalinu inn á að hans lið væri svolítið brennt eftir fyrri leikinn gegn Þór. Grátlegt að fá aðeins eitt stig gegn Þór á þessari leiktíð?

„Já, þetta var grátlegt í dag en heimaleikurinn svíður ennþá meira. Við áttum að vinna hann. Strákarnir áttu meira skilið gegn Þór í sumar."
Athugasemdir