Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   þri 29. september 2020 19:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maggi svekktur: Mjög auðvelt að dæma víti þegar við erum búnir að fá tvö
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekktur augljóslega. Við vorum 1-0 yfir og með unninn leik í höndunum og fáum jöfnunarmark á okkur í lokin. Við klikkuðum í okkar varnarfærslum og þeir komust inn á teiginn. Við vorum búnir að fá tvær vítaspyrnur í leiknum og þá er mjög auðvelt að dæma aðra. Þannig er það í fótboltanum. Við vorum klaufar að fá þetta jöfnunarmark á okkur en að sama skapi er ég hrikalega stoltur af strákunum," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir jafntefli gegn Þór í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Afturelding

Afturelding fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, fyrri fór forgörðum en Jason Daði Svanþórsson skoraði úr þeirri seinni. Þórsarar jöfnuðu svo úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Magnús talar um að það hafi verið auðvelt að dæma vítaspyrnu þegar Alvaro Montejo fór niður í teig Mosfellinga. Fannst Magga það ekki vera víti?

„Jú jú, það getur vel verið að þetta hafi verið vítaspyrna. Við erum brenndir eftir fyrri leikinn þar sem þeir fengu tvær gefins vítaspyrnur. Ég á eftir að sjá þetta aftur en strákarnir eru ósáttir og vilja meina að okkar maður hafi farið í boltann."

Strákarnir læra heima í rútunni
Maggi var spurður út í ferðalagið í dag, leiktímann og hvort hann hafi þurft að redda fríum í vinnu og skóla fyrir leikmenn sína.

„Ég er búinn að bjóðast til að senda 'mail' á skólameistara og annað ef þess þarf," sagði Maggi og hló. „Það getur vel verið að ég þurfi að semja einhverja tölvupósta á morgun til að útskýra einhverjar fjarvestir en ég vona nú að menn sýni þessu skilning. Svo læra strákarnir bara heima í rútunni - duglegir."

Maggi var þá spurður út í leikmannahópinn og þróunina á honum frá því í fyrra. Hann er á því Afturelding hafi vaxið sem lið frá því liðið heimsótti Þórsvöll síðast vorið 2019 og tapaði. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.

Grátlegt í dag en heimaleikurinn svíður ennþá meira
Hann kom snemma í viðtalinu inn á að hans lið væri svolítið brennt eftir fyrri leikinn gegn Þór. Grátlegt að fá aðeins eitt stig gegn Þór á þessari leiktíð?

„Já, þetta var grátlegt í dag en heimaleikurinn svíður ennþá meira. Við áttum að vinna hann. Strákarnir áttu meira skilið gegn Þór í sumar."
Athugasemdir
banner
banner