Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   þri 29. september 2020 19:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maggi svekktur: Mjög auðvelt að dæma víti þegar við erum búnir að fá tvö
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekktur augljóslega. Við vorum 1-0 yfir og með unninn leik í höndunum og fáum jöfnunarmark á okkur í lokin. Við klikkuðum í okkar varnarfærslum og þeir komust inn á teiginn. Við vorum búnir að fá tvær vítaspyrnur í leiknum og þá er mjög auðvelt að dæma aðra. Þannig er það í fótboltanum. Við vorum klaufar að fá þetta jöfnunarmark á okkur en að sama skapi er ég hrikalega stoltur af strákunum," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir jafntefli gegn Þór í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Afturelding

Afturelding fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, fyrri fór forgörðum en Jason Daði Svanþórsson skoraði úr þeirri seinni. Þórsarar jöfnuðu svo úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Magnús talar um að það hafi verið auðvelt að dæma vítaspyrnu þegar Alvaro Montejo fór niður í teig Mosfellinga. Fannst Magga það ekki vera víti?

„Jú jú, það getur vel verið að þetta hafi verið vítaspyrna. Við erum brenndir eftir fyrri leikinn þar sem þeir fengu tvær gefins vítaspyrnur. Ég á eftir að sjá þetta aftur en strákarnir eru ósáttir og vilja meina að okkar maður hafi farið í boltann."

Strákarnir læra heima í rútunni
Maggi var spurður út í ferðalagið í dag, leiktímann og hvort hann hafi þurft að redda fríum í vinnu og skóla fyrir leikmenn sína.

„Ég er búinn að bjóðast til að senda 'mail' á skólameistara og annað ef þess þarf," sagði Maggi og hló. „Það getur vel verið að ég þurfi að semja einhverja tölvupósta á morgun til að útskýra einhverjar fjarvestir en ég vona nú að menn sýni þessu skilning. Svo læra strákarnir bara heima í rútunni - duglegir."

Maggi var þá spurður út í leikmannahópinn og þróunina á honum frá því í fyrra. Hann er á því Afturelding hafi vaxið sem lið frá því liðið heimsótti Þórsvöll síðast vorið 2019 og tapaði. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.

Grátlegt í dag en heimaleikurinn svíður ennþá meira
Hann kom snemma í viðtalinu inn á að hans lið væri svolítið brennt eftir fyrri leikinn gegn Þór. Grátlegt að fá aðeins eitt stig gegn Þór á þessari leiktíð?

„Já, þetta var grátlegt í dag en heimaleikurinn svíður ennþá meira. Við áttum að vinna hann. Strákarnir áttu meira skilið gegn Þór í sumar."
Athugasemdir
banner
banner