Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. september 2020 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Watford selur Pereyra aftur til Udinese (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Watford er búið að selja argentínska landsliðsmanninn Roberto Pereyra aftur til Udinese eftir fjögur ár á Englandi. Udinese borgar rúmlega 3 milljónir evra fyrir miðjumanninn framsækna.

Pereyra er 29 ára gamall og spilaði hann 115 leiki á tíma sínum hjá Watford, þar af 106 í ensku úrvalsdeildinni.

Hann gerði garðinn frægan með Udinese og Juventus í ítalska boltanum áður en Watford borgaði 15 milljónir evra til að kaupa hann í ágúst 2016.

Pereyra fer aftur í raðir Udinese en hann spilaði 98 leiki hjá félaginu áður en hann skipti yfir til Juve fyrir sex árum.

Hann á nítján leiki að baki fyrir Argentínu, sex þeirra spilaði hann í fyrra.

Til gamans má geta að umrædd félög eru í eigu Pozzo feðganna, þeirra Giampaolo og Gino.
Athugasemdir
banner
banner
banner