Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 29. september 2023 16:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hótar enn tilbúnara Valsliði á næsta tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ummæli Arnars Grétarssonar, þjálfara Vals, í viðtali við mbl.is voru til umræðu í Útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Arnar ræddi um næsta tímabil en félagið hefur þegar gengið frá þremur leikmönnum fyrir næsta tímabil. Gísli Laxdal Unnarsson kemur frá ÍA, Bjarni Guðjón Brynjólfsson kemur frá Þór og Þorsteinn Aron Antonsson frá Selfossi.

„Við erum bún­ir að vera í þess­ari vinnu í lang­an tíma, að velta því fyr­ir okk­ur hvað við þurf­um. Sú vinn­a er í gangi en við erum á miklu betri stað núna en þegar ég tek við fyr­ir ári síðan. Ég held að þá hafi farið 13 leik­menn og hægt og ró­lega verið að taka menn inn í staðinn. Pat­rick var á leiðinni í aðgerð, Tryggvi Hrafn líka meidd­ur og Orri Sig­urður kem­ur seint inn. Það verður allt ann­ar brag­ur á okk­ur núna, við erum með full­an hóp og það verða ekki mikl­ar breyt­ing­ar hjá okk­ur. Ein­hverj­ir munu ef­laust fara en það verða ekki marg­ir," sagði Arnar við mbl.is.

Viðræður við Patrick
Haukur Páll Sigurðsson er líklega á förum og hefur hann verið orðaður við Þrótt. Spurning er með framtíð Birkis Más Sævarssonar, hann er að flytja til Svíþjóðar en hefur ekki útilokað að spila með Val á næsta tímabili. Arnar sagði í viðtali við Stöð 2 Sport í gær að viðræður væru í gangi við Patrick Pedersen um nýjan samning.

„Hann er farinn að hóta því að Valsmenn verði miklu meira tilbúnir í næsta tímabil heldur en þeir voru núna, það sé búið að leggja grunninn að því," sagði Elvar Geir í þættinum.

„Hann talaði um liðið værið á miklu betri stað en þegar hann tók við liðinu," sagði Sæbjörn Steinke.

„Hann er eflaust að vitna í þessar tölur sem hann vitnaði í að hefðu verið í svo miklu ólagi tímabilið 2022; að þeir væru alltaf að spila manni færri af því að kílómetrarnir og sprettirnir voru bara til skammar," sagði Tómas.
Útvarpsþátturinn - La Masia í Garðabæ og norsk falleinkunn
Athugasemdir
banner