
Malen, Osimhen, Hojbjerg, Cucurella, Zidane, Toney, Daka og fleiri góðir koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur áhuga á hollenska framherjanum Donyell Malen (24) sem hefur farið vel af stað á nýju tímabili með Borussia Dortmund en þýska félagið er tilbúið að selja hann fyrir 52 milljónir punda. (Bild)
Chelsea er að fylgjast með stöðu mála hjá sóknarmanninum Victor Osimhen (24) en það andar köldu á milli hans og Napoli þessa stundina. (Talksport)
Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefur einnig mikinn áhuga á Osimhen og er tilbúið að bjóða honum gull og græna skóga. (Gazzetta dello Sport)
Juventus hefur áhuga á því að fá danska miðjumanninn Pierre-Emile Hojbjerg (28) frá Tottenham til að fylla í skarð Paul Pogba. (Calciomercato)
Klopp vill að Liverpool framlengi samning miðjumannsins Thiago (32) en aðrir á Anfield eru ekki svo vissir um að leikmaðurinn verðskuldi nýjan samning. (90min)
Framtíð hins hollenska Ian Maatsen (21) hjá Chelsea er í óvissu og gæti Lundúnafélagið hlustað á tilboð í hann í janúar. (Telegraph)
Manchester United og Chelsea hafa sýnt Lorran (17), brasilískum miðjumanni Flamengo, áhuga. (Fabrizio Romano)
Zinedine Zidane, fyrrum þjálfari Real Madrid, hefur samþykkt að taka við Marseille í Frakklandi ef fjárfestar frá Sádi-Arabíu taka yfir félagið. (Radio France Bleu Provence)
Steve Bruce gæti snúið aftur í fótoblta til að taka við írska landsliðinu. (Sun)
Arsenal er að vonast til að varnarmaðurinn Ben White (25) skrifi undir nýjan samning. (Mirror)
Viðræður Newcastle við brasilíska miðjumanninn Joelinton (27) um nýjan samning ganga vel en enska úrvalsdeildarfélagið er einnig að vonast til að miðvörðurinn Sven Botman (23) muni framlengja samning sinn við félagið. (The i)
Ivan Toney (27), sóknarmaður Brentford, er að leitast eftir nýju tækifæri árið 2024 en bæði Arsenal og Chelsea eru áhugasöm um að fá hann. (Fabrizio Romano)
Patson Daka (24), sóknarmaður Leicester, er efstur á óskalista Brentford ef Toney yfirgefur félagið. (Football Transfers)
Chelsea er tilbúið að hlusta á tilboð í bakvörðinn Marc Cucurella (25) en Real Madrid gæti reynt að fá hann á láni í janúar. (ESPN)
Aston Villa og búningaframleiðandinn Castore gætu rift samningi sínum fljótlega eftir að leikmenn innan félagsins kvörtuðu út af búningunum. (Telegraph)
Athugasemdir