Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   sun 29. september 2024 17:43
Sölvi Haraldsson
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjörn úrslit. Ekki það að fyrri hálfleikurinn var stál í stál og lítið um færi. Þetta opnaðist svo í seinni hálfleik. Tilfinningin var að við hefðum getað skorað töluvert fleiri mörk. Maður er samt smeykur þegar staðan er bara 1-0. Maður var ekkert allt of rólegur á bekknum þegar við vorum að fara illa með góð upphlaup. En við náðum að sigla þessu nokkuð örugglega heim í dag.“ sagði Eyjólfur Héðinsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 sigur á FH í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

Eyjólfur segir að hann hafi ekki haft það á tilfinningunni að FH-ingarnir myndu jafna.

Maður hafði það ekki á tilfinningunni að þeir væru að fara að jafna. En eins og ég segi að þá þarf ekki nema bara eitt innkast og eitthvað dettur fyrir þá og þá eru þeir búnir að jafna. Bæði sóknarlega og ekki síst varnarlega vorum við góðir. Boltinn vildi ekki inn nema úr þessu eina horni og við tökum því.

Hver leikur og sigur hlýtur að vera mikilvægari og stærri með tímanum sérstaklega í ljósi þess hvernig deildin og toppbaráttan er að spilast?

Engin spurning. Við höfum ekki efni á því að misstiga okkur og það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessu. Bara sama hjá Víkingunum. Þeir mega ekki misstiga sig og vonandi endar þetta í einhverjum svakalegum úrslitaleik í Víkinni þegar að þar á kemur. En við eigum tvo erfiða leiki fram að því og við verðum að klára þá. Eins og ég segi þá megum við ekki misstiga okkur.

Hvernig horfir þessi lokasprettur við Eyjólfi og liðinu og þá aðallega þessu möguleiki á úrslitaleik í lokaumferðinni gegn Víkingum?

Við horfum ekki mikið lengra en næsta leik sem er Valur eftir vikur. Við getum ekki verið að horfa eitthvað mikið lengur en það. Þeir spila í kvöld gegn Víkingum og við þurfum að leikgreina þá þar. Síðan þurfum við bara að klára þessa leiki fram að lokaleiknum svo þetta verði í okkar höndum þegar það kemur að þessum lokaleik gegn Víkingum.“ sagði Eyjólfur Héðinsson að lokum.

Viðtalið við Eyjólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir