Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   sun 29. september 2024 17:43
Sölvi Haraldsson
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjörn úrslit. Ekki það að fyrri hálfleikurinn var stál í stál og lítið um færi. Þetta opnaðist svo í seinni hálfleik. Tilfinningin var að við hefðum getað skorað töluvert fleiri mörk. Maður er samt smeykur þegar staðan er bara 1-0. Maður var ekkert allt of rólegur á bekknum þegar við vorum að fara illa með góð upphlaup. En við náðum að sigla þessu nokkuð örugglega heim í dag.“ sagði Eyjólfur Héðinsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 sigur á FH í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

Eyjólfur segir að hann hafi ekki haft það á tilfinningunni að FH-ingarnir myndu jafna.

Maður hafði það ekki á tilfinningunni að þeir væru að fara að jafna. En eins og ég segi að þá þarf ekki nema bara eitt innkast og eitthvað dettur fyrir þá og þá eru þeir búnir að jafna. Bæði sóknarlega og ekki síst varnarlega vorum við góðir. Boltinn vildi ekki inn nema úr þessu eina horni og við tökum því.

Hver leikur og sigur hlýtur að vera mikilvægari og stærri með tímanum sérstaklega í ljósi þess hvernig deildin og toppbaráttan er að spilast?

Engin spurning. Við höfum ekki efni á því að misstiga okkur og það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessu. Bara sama hjá Víkingunum. Þeir mega ekki misstiga sig og vonandi endar þetta í einhverjum svakalegum úrslitaleik í Víkinni þegar að þar á kemur. En við eigum tvo erfiða leiki fram að því og við verðum að klára þá. Eins og ég segi þá megum við ekki misstiga okkur.

Hvernig horfir þessi lokasprettur við Eyjólfi og liðinu og þá aðallega þessu möguleiki á úrslitaleik í lokaumferðinni gegn Víkingum?

Við horfum ekki mikið lengra en næsta leik sem er Valur eftir vikur. Við getum ekki verið að horfa eitthvað mikið lengur en það. Þeir spila í kvöld gegn Víkingum og við þurfum að leikgreina þá þar. Síðan þurfum við bara að klára þessa leiki fram að lokaleiknum svo þetta verði í okkar höndum þegar það kemur að þessum lokaleik gegn Víkingum.“ sagði Eyjólfur Héðinsson að lokum.

Viðtalið við Eyjólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir