Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
banner
   sun 29. september 2024 17:43
Sölvi Haraldsson
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjörn úrslit. Ekki það að fyrri hálfleikurinn var stál í stál og lítið um færi. Þetta opnaðist svo í seinni hálfleik. Tilfinningin var að við hefðum getað skorað töluvert fleiri mörk. Maður er samt smeykur þegar staðan er bara 1-0. Maður var ekkert allt of rólegur á bekknum þegar við vorum að fara illa með góð upphlaup. En við náðum að sigla þessu nokkuð örugglega heim í dag.“ sagði Eyjólfur Héðinsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 sigur á FH í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

Eyjólfur segir að hann hafi ekki haft það á tilfinningunni að FH-ingarnir myndu jafna.

Maður hafði það ekki á tilfinningunni að þeir væru að fara að jafna. En eins og ég segi að þá þarf ekki nema bara eitt innkast og eitthvað dettur fyrir þá og þá eru þeir búnir að jafna. Bæði sóknarlega og ekki síst varnarlega vorum við góðir. Boltinn vildi ekki inn nema úr þessu eina horni og við tökum því.

Hver leikur og sigur hlýtur að vera mikilvægari og stærri með tímanum sérstaklega í ljósi þess hvernig deildin og toppbaráttan er að spilast?

Engin spurning. Við höfum ekki efni á því að misstiga okkur og það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessu. Bara sama hjá Víkingunum. Þeir mega ekki misstiga sig og vonandi endar þetta í einhverjum svakalegum úrslitaleik í Víkinni þegar að þar á kemur. En við eigum tvo erfiða leiki fram að því og við verðum að klára þá. Eins og ég segi þá megum við ekki misstiga okkur.

Hvernig horfir þessi lokasprettur við Eyjólfi og liðinu og þá aðallega þessu möguleiki á úrslitaleik í lokaumferðinni gegn Víkingum?

Við horfum ekki mikið lengra en næsta leik sem er Valur eftir vikur. Við getum ekki verið að horfa eitthvað mikið lengur en það. Þeir spila í kvöld gegn Víkingum og við þurfum að leikgreina þá þar. Síðan þurfum við bara að klára þessa leiki fram að lokaleiknum svo þetta verði í okkar höndum þegar það kemur að þessum lokaleik gegn Víkingum.“ sagði Eyjólfur Héðinsson að lokum.

Viðtalið við Eyjólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner