Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   sun 29. september 2024 17:43
Sölvi Haraldsson
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjörn úrslit. Ekki það að fyrri hálfleikurinn var stál í stál og lítið um færi. Þetta opnaðist svo í seinni hálfleik. Tilfinningin var að við hefðum getað skorað töluvert fleiri mörk. Maður er samt smeykur þegar staðan er bara 1-0. Maður var ekkert allt of rólegur á bekknum þegar við vorum að fara illa með góð upphlaup. En við náðum að sigla þessu nokkuð örugglega heim í dag.“ sagði Eyjólfur Héðinsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 sigur á FH í dag.


Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Breiðablik

Eyjólfur segir að hann hafi ekki haft það á tilfinningunni að FH-ingarnir myndu jafna.

Maður hafði það ekki á tilfinningunni að þeir væru að fara að jafna. En eins og ég segi að þá þarf ekki nema bara eitt innkast og eitthvað dettur fyrir þá og þá eru þeir búnir að jafna. Bæði sóknarlega og ekki síst varnarlega vorum við góðir. Boltinn vildi ekki inn nema úr þessu eina horni og við tökum því.

Hver leikur og sigur hlýtur að vera mikilvægari og stærri með tímanum sérstaklega í ljósi þess hvernig deildin og toppbaráttan er að spilast?

Engin spurning. Við höfum ekki efni á því að misstiga okkur og það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessu. Bara sama hjá Víkingunum. Þeir mega ekki misstiga sig og vonandi endar þetta í einhverjum svakalegum úrslitaleik í Víkinni þegar að þar á kemur. En við eigum tvo erfiða leiki fram að því og við verðum að klára þá. Eins og ég segi þá megum við ekki misstiga okkur.

Hvernig horfir þessi lokasprettur við Eyjólfi og liðinu og þá aðallega þessu möguleiki á úrslitaleik í lokaumferðinni gegn Víkingum?

Við horfum ekki mikið lengra en næsta leik sem er Valur eftir vikur. Við getum ekki verið að horfa eitthvað mikið lengur en það. Þeir spila í kvöld gegn Víkingum og við þurfum að leikgreina þá þar. Síðan þurfum við bara að klára þessa leiki fram að lokaleiknum svo þetta verði í okkar höndum þegar það kemur að þessum lokaleik gegn Víkingum.“ sagði Eyjólfur Héðinsson að lokum.

Viðtalið við Eyjólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner