Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 29. september 2024 18:52
Brynjar Óli Ágústsson
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
<b>Óðinn Bjarkason, leikmaður KR.</b>
Óðinn Bjarkason, leikmaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er bara frábær tilfinning. Geggjað að koma hérna inná á heimavelli og fyrsti leikurinn minn,'' segir Óðinn Bjarkason, leikmaður KR, eftir 7-1 sigur gegn Fram í 2. umferð neðri hluta Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: KR 7 -  1 Fram

Óðinn var að spila sinn fyrsta meistaraflokks leik og þakkar traustinu með marki. Óðinn er fæddur árið 2006 og hefur skorað fullt af mörkum í 2. flokk, það er mikil framtíð þarna á ferð.

„Ég kom inná í þæginlegari stöðu og síðan þegar ég sé boltann koma fyrir og ég hoppa og ég þarf aðeins að teygja mér í hann. Mér leið bara eins og ég hafi stoppað náð einhvernvegin að flikka honum í netið og það var bara geggjað. Svo horfði ég í stúkuna og sá alla fagna,'' 

„Það var geggjað að sjá allt fólkið mæta og stuðningsmennirnir okkar gera svo mikið fyrir okkur. Ég heyrði það bara strax frá fyrstu mínútu í upphitun að þeir voru með okkur í þessu og það var ekkert annað en þrjú stig í dag,''

Óðinn kom inná á 78. mínútu leiksins fyrir Benoný sem var smá tæpur á því. Óðinn var spurður út í hvort hann bjóst við því að skora þrátt fyrir að fá svona stuttan tíma inná.

„Ég hugsa alltaf að ég sé að fara skora. Ég var aldrei 100% viss, en ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora.'' segir Óðinn í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner