Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
Andri Rúnar: Líkaminn ekki verið betri síðustu 2-3 árin
Davíð Smári: Upp úr þessu agaleysi skapaðist einhver vitleysa
„Við erum að fara í Bestu!"
Haraldur Freyr eftir tap gegn Aftureldingu: Lífið heldur áfram
Sigurpáll skoraði eina mark leiksins: Trúði þessu varla sjálfur
John Andrews: Hefði bitið af þér hendina
   sun 29. september 2024 18:52
Brynjar Óli Ágústsson
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
<b>Óðinn Bjarkason, leikmaður KR.</b>
Óðinn Bjarkason, leikmaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er bara frábær tilfinning. Geggjað að koma hérna inná á heimavelli og fyrsti leikurinn minn,'' segir Óðinn Bjarkason, leikmaður KR, eftir 7-1 sigur gegn Fram í 2. umferð neðri hluta Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: KR 7 -  1 Fram

Óðinn var að spila sinn fyrsta meistaraflokks leik og þakkar traustinu með marki. Óðinn er fæddur árið 2006 og hefur skorað fullt af mörkum í 2. flokk, það er mikil framtíð þarna á ferð.

„Ég kom inná í þæginlegari stöðu og síðan þegar ég sé boltann koma fyrir og ég hoppa og ég þarf aðeins að teygja mér í hann. Mér leið bara eins og ég hafi stoppað náð einhvernvegin að flikka honum í netið og það var bara geggjað. Svo horfði ég í stúkuna og sá alla fagna,'' 

„Það var geggjað að sjá allt fólkið mæta og stuðningsmennirnir okkar gera svo mikið fyrir okkur. Ég heyrði það bara strax frá fyrstu mínútu í upphitun að þeir voru með okkur í þessu og það var ekkert annað en þrjú stig í dag,''

Óðinn kom inná á 78. mínútu leiksins fyrir Benoný sem var smá tæpur á því. Óðinn var spurður út í hvort hann bjóst við því að skora þrátt fyrir að fá svona stuttan tíma inná.

„Ég hugsa alltaf að ég sé að fara skora. Ég var aldrei 100% viss, en ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora.'' segir Óðinn í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner