„Þetta er bara frábær tilfinning. Geggjað að koma hérna inná á heimavelli og fyrsti leikurinn minn,'' segir Óðinn Bjarkason, leikmaður KR, eftir 7-1 sigur gegn Fram í 2. umferð neðri hluta Bestu deildarinnar.
Lestu um leikinn: KR 7 - 1 Fram
Óðinn var að spila sinn fyrsta meistaraflokks leik og þakkar traustinu með marki. Óðinn er fæddur árið 2006 og hefur skorað fullt af mörkum í 2. flokk, það er mikil framtíð þarna á ferð.
„Ég kom inná í þæginlegari stöðu og síðan þegar ég sé boltann koma fyrir og ég hoppa og ég þarf aðeins að teygja mér í hann. Mér leið bara eins og ég hafi stoppað náð einhvernvegin að flikka honum í netið og það var bara geggjað. Svo horfði ég í stúkuna og sá alla fagna,''
„Það var geggjað að sjá allt fólkið mæta og stuðningsmennirnir okkar gera svo mikið fyrir okkur. Ég heyrði það bara strax frá fyrstu mínútu í upphitun að þeir voru með okkur í þessu og það var ekkert annað en þrjú stig í dag,''
Óðinn kom inná á 78. mínútu leiksins fyrir Benoný sem var smá tæpur á því. Óðinn var spurður út í hvort hann bjóst við því að skora þrátt fyrir að fá svona stuttan tíma inná.
„Ég hugsa alltaf að ég sé að fara skora. Ég var aldrei 100% viss, en ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora.'' segir Óðinn í lokinn.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.