Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 29. september 2024 18:52
Brynjar Óli Ágústsson
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
<b>Óðinn Bjarkason, leikmaður KR.</b>
Óðinn Bjarkason, leikmaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er bara frábær tilfinning. Geggjað að koma hérna inná á heimavelli og fyrsti leikurinn minn,'' segir Óðinn Bjarkason, leikmaður KR, eftir 7-1 sigur gegn Fram í 2. umferð neðri hluta Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: KR 7 -  1 Fram

Óðinn var að spila sinn fyrsta meistaraflokks leik og þakkar traustinu með marki. Óðinn er fæddur árið 2006 og hefur skorað fullt af mörkum í 2. flokk, það er mikil framtíð þarna á ferð.

„Ég kom inná í þæginlegari stöðu og síðan þegar ég sé boltann koma fyrir og ég hoppa og ég þarf aðeins að teygja mér í hann. Mér leið bara eins og ég hafi stoppað náð einhvernvegin að flikka honum í netið og það var bara geggjað. Svo horfði ég í stúkuna og sá alla fagna,'' 

„Það var geggjað að sjá allt fólkið mæta og stuðningsmennirnir okkar gera svo mikið fyrir okkur. Ég heyrði það bara strax frá fyrstu mínútu í upphitun að þeir voru með okkur í þessu og það var ekkert annað en þrjú stig í dag,''

Óðinn kom inná á 78. mínútu leiksins fyrir Benoný sem var smá tæpur á því. Óðinn var spurður út í hvort hann bjóst við því að skora þrátt fyrir að fá svona stuttan tíma inná.

„Ég hugsa alltaf að ég sé að fara skora. Ég var aldrei 100% viss, en ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora.'' segir Óðinn í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir