Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 29. september 2024 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Postecoglou: Ten Hag hefur sannað að það er ekki nóg að vinna titla
Mynd: EPA

Tottenham heimsækir Man Utd á Old Trafford í úrvalsdeildinni í dag.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, hefur unnið bikar á tveimur fyrstu árum sínum hjá félaginu en er alltaf undir mikilli pressu. Ange Postecoglou segir að stjórastarfið sé alveg ómögulegt.


„Ef Ten Hag hefði ekki unnið eitthvað væri fólk að segja að hann þyrfti þess, þetta er gildra sem maður getur fallið ofan í, að hugsa að með því að vinna eitthvað þá munu allir elska þig og telja þig vinna gott starf, það er ekki hægt," sagði Postecoglou.

„Þetta er hluti af því að vera stjóri. Ómögulegt starf hefur orðið enn ómögulegra núna. Árangur virðist ekki vera nóg ef þú ert ekki með einkenni. Einkenni eru ekki nóg ef því er ekki fylgt eftir með fagurfræði. Fagurfræði er ekki nóg ef því er ekki fylgt eftir með arfleið. Enginn er að vinna gott starf nema maður vinni keppnina."


Athugasemdir
banner
banner
banner