fim 29. október 2020 15:18
Elvar Geir Magnússon
Býður sig fram til forseta Barcelona og vill Guardiola aftur
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Maður sem heitir Víctor Font býður sig fram í forsetakjör Barcelona og segist vilja fá Pep Guardiola aftur við stjórnartaumana.

Font telur að besta leiðin til að halda Lionel Messi hjá Barcelona væri að fá Guardila aftur til félagsins.

Josep Maria Bartomeu er hættur sem forseti Barcelona en fjárhagserfiðleikar eru að hafa áhrif á félagið.

„Flestir þeir sem þekkja félagið og stílinn eru líka menn sem elska félagið. Menn eins og Pep Guardiola, Xavi, Andres Iniesta og Carles Puyol," segir Font.

„Þetta eru allt goðsagnir sem elska Barcelona en vinna ekki fyrir félagið í dag. Við þurfum að endurheimta þessa menn."

Ronald Koeman stýrir nú Barcelona og reynir að koma liðinu aftur á rétta braut.

Guardiola stýrir Manchester City og sagði í síðasta mánuði að hann væri vel tilbúinn að framlengja við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner