Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 29. október 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Viljum fá fleiri kvendómarafyrirmyndir"
Mynd: KSÍ
Í síðustu viku dæmdu fjórar íslenskar konur leik Wales og Færeyja í undankeppni EM kvenna 2022.

Þetta var í fyrsta sinn sem fjórar íslenskar konur skipa dómarakvartett í alþjóðlegum leik A landsliða á erlendri grundu.

Dómari leiksins var Bríet Bragadóttir, aðstoðardómarar voru þær Rúna Kristín Stefánsdóttir og Eydís Einarsdóttir, og varadómari varadómari Bergrós Unudóttir.

Rætt var um dómarakvartettinn í síðasta þætti Heimavallarins.

„Þetta eru flottar konur sem við eigum með flautur og flögg," sagði Mist Rúnarsdóttir.

„Það er gaman að sjá þær allar í þessu verkefni saman. Ég fagna þessu," sagði Hulda Mýrdal.

Bríet hefur starfað við alþjóðleg verkefni síðan 2014, Rúna síðan 2012 og Eydís síðan 2017, en þetta er fyrsta alþjóðlega verkefni Bergrósar.

Heimavöllurinn valdi Bergrósu sem Heklu vikunnar, en þá viðurkenningu fær einstaklingur sem er að gera góða hluti innan sem utan vallar.

„Hún lendir í því að hún þarf að hætta vegna höfuðmeiðsla. Hún gerði tilraun til að koma aftur í fyrra en það gekk ekki alveg upp. Hún fer í staðinn að dæma sem er frábært. Við viljum fá fleiri kvendómarafyrirmyndir þannig að stelpur sjá að þetta er fyrir alla, ekki bara karla," sagði Mist en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.


Heimavöllurinn: Treystir Jón Þór á ungar í stórleiknum við Svíþjóð?
Athugasemdir
banner
banner
banner