Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 29. október 2024 13:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Aron nýtir sér uppsagnarákvæði í samningi sínum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Vestra.

Eiður skrifaði í vor undir tveggja ára samning við Vestra en hann kom frá ÍBV.

Á lokahófi Vestra var miðvörðurinn valinn besti leikmaður liðsins. Hann lék 20 leiki í sumar en missti af sjö leikjum, tveimur mánuðum, vegna ristarbrots fyrri hluta móts.

Hann er 34 ára gamall og hefur á Íslandi leikið með ÍBV, Val og Vestra. Erlendis lék hann á sínum tíma með Örebro, Holstein Kiel og Sandnes Ulf. Eiður Aron á að baki einn landsleik, það var vináttuleikur gegn Svíþjóð 2019 þegar Eiður var leikmaður Vals.

Vestri hélt sér uppi á nokkuð dramatískan hátt. Liðið fékk sjö stig í fyrstu þemur leikjunum eftir tvískiptingu sem dugði til þess að halda sætinu í deildinni. Í lokaumferðinni tapaði liðið gegn föllnu liði Fylkis á heimavelli, en það dugði til því á sama tíma tapaði HK, sem hefði getað komist upp fyrir Vestra, gegn KR.
Athugasemdir
banner