Arsenal hefur hafnað fyrirspurn frá brasilíska félaginu Palmeiras í framherjann Gabriel Jesus.
Jesus hefur ekki enn skorað í ellefu leikjum á þessu tímabili og hefur hann aðeins einu sinni klárað 90 mínútur.
Kai Havertz er fyrir framan Jesus í goggunarröðinni en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, lítur á brasilíska sóknarmanninn sem mikilvægan hluta af leikmannahópi sínum.
Leila Pereira, forseti Palmeiras þar sem Jesus hóf feril sinn, segist hafa rætt við Arsenal um leikmanninn en það muni ekki ganga upp.
„Gabriel Jesus er ekki að koma. Við höfðum samband við Arsenal en þeir vildu ekki ræða um leikmanninn. Þessu máli er lokið," sagði forseti Palmeiras við ESPN.
Athugasemdir