Arne Slot stjóri Liverpool hefur tjáð sig um brotthvarf Erik ten Hag sem var rekinn frá Manchester United í gær.
„Hann er hollenskur eins og ég sem gerir enn erfiðara fyrir mig að tjá mig um hann. Fyrsta hugsunin er alltaf hvað varðar persónunina. Við vitum allir hvað getur gerst í þessu starfi. Ég þekki hann aðeins og veit hversu mikla vinnu hann leggur í starfi, það er leiðinlegt fyrir hann að fá þessar fréttir," segir Slot.
„Við þekkjum það frá Hollandi hversu góða hluti hann gerði hjá Ajax, hann vann tvo titla þar svo ég er viss um að við sjáum hann aftur hjá stórliði í náinni framtíð."
„Hann er hollenskur eins og ég sem gerir enn erfiðara fyrir mig að tjá mig um hann. Fyrsta hugsunin er alltaf hvað varðar persónunina. Við vitum allir hvað getur gerst í þessu starfi. Ég þekki hann aðeins og veit hversu mikla vinnu hann leggur í starfi, það er leiðinlegt fyrir hann að fá þessar fréttir," segir Slot.
„Við þekkjum það frá Hollandi hversu góða hluti hann gerði hjá Ajax, hann vann tvo titla þar svo ég er viss um að við sjáum hann aftur hjá stórliði í náinni framtíð."
Slot ræddi við fjölmiðlamenn í dag í aðdraganda deildabikarleiks gegn Brighton sem fram fer annað kvöld.
Þar sagði hann meðal annars frá því að Conor Bradley sé farinn að æfa að nýju eftir meiðsli og gæti verið í hópnum á morgun. Diogo Jota, Alisson, Harvey Elliott og Federico Chiesa eru ekki klárir. Jota mun ekki snúa aftur fyrir landsleikjagluggann í nóvember.
Athugasemdir