Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   sun 29. nóvember 2020 21:16
Ívan Guðjón Baldursson
England: Úlfarnir of góðir fyrir Arsenal
Arsenal 1 - 2 Wolves
0-1 Pedro Neto ('27)
1-1 Gabriel ('30)
1-2 Daniel Podence ('42)

Arsenal tók á móti Wolves í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Viðureignin fór hægt af stað þar sem stöðva þurfti leikinn snemma eftir að Raul Jimenez og David Luiz skullu saman í skallaeinvígi. Jimenez var fluttur á sjúkrahús á meðan Luiz var skipt út hálfleik.

Úlfarnir voru mun betri í fyrri hálfleik og tóku forystuna á 27. mínútu þegar Pedro Neto fylgdi skalla Leander Dendoncker eftir með marki.

Brasilíski miðvörðurinn Gabriel Magalhaes jafnaði skömmu síðar, með skalla eftir hornspyrnu, en Daniel Podence gerði mjög vel að koma Úlfunum yfir á nýjan leik.

Úlfarnir verðskulduðu forystuna í leikhlé og reyndu heimamenn í Arsenal að sækja jöfnunarmark í síðari hálfleik.

Þær tilraunir báru ekki mikinn árangur þar sem ekki ein marktilraun liðsins hæfði rammann. Niðurstaðan sanngjarn sigur Wolves sem er í sjötta sæti með 17 stig eftir 10 umferðir. Arsenal er í neðri hluta deildarinnar með 13 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir