Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. nóvember 2021 15:46
Elvar Geir Magnússon
Neymar frá í sex til átta vikur
Neymar borinn af velli.
Neymar borinn af velli.
Mynd: EPA
Neymar mun vera frá í sex til átta vikur eftir að hafa meiðst á ökkla í 3-1 sigri Paris Saint-Germain gegn Saint-Etienne.

Þegar fimm mínútur voru til leiksloka fór Neymar af velli á börum eftir tæklingu Yvann Macon. Það var reyndar ekki tæklingin sjálf sem varð til þess að Neymar meiddist svona illa heldur hversu illa hann lenti á ökklanum.

Sögusagnir fóru í gang í morgun um að Neymar gæti verið frá í hálft ár en þær reyndust ekki á rökum reistar. PSG tilkynnti í dag að hann yrði frá í sex til átta vikur.

PSG er í góðum málum í frönsku deildinni og er með tólf stiga forystu á toppnum. Þá er liðið búið að bóka farseðilinn í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner