Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 29. nóvember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Palmeiras vann Meistaradeild Suður-Ameríku annað árið í röð
Með bikarinn.
Með bikarinn.
Mynd: EPA
Palmeiras frá Brasilíu tryggði sér sigur í Meistaradeild Suður-Ameríku (e. Copa Libertadores) aðfaranótt sunnudags.

Liðið hafði betur gegn Flamengo (einnig frá Brasilíu) í úrslitaleiknum eftir framlengingu.

Raphael Veiga kom Palmeiras yfir eftir fimm mínútna leik, en Gabriel Barbosa jafnaði metin þegar 18 mínútur voru eftir. Í framlengingunni nýtti Deyverson sér mistök frá Andreas Pereira, lánsmanni frá Manchester United, og skoraði sigurmarkið.

Þetta er í þriðja sinn sem Palmeiras vinnur keppnina. Félagið tók sinn fyrsta titil árið 1999 og sinn annan í fyrra.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 að lið ver titilinn. Boca Juniors frá Argentínu gerði það síðast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner