Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 29. nóvember 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir: Við höfum ekkert annað landslið til að styðja
Heimir fór með landsliðinu á bæði HM og EM.
Heimir fór með landsliðinu á bæði HM og EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef voða lítið náð að fylgjast með," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Jamaíku, er hann var spurður út í íslenska landsliðið í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Það er alltaf á sama tíma. Við höfum reynt að horfa á leikina þegar við getum, við Gummi. Því miður hef ég ekki séð nógu mikið. Ég hef yfirleitt lent á seinni hálfleik og það er yfirleitt lélegri hálfleikurinn hjá Íslandi. Maður missir alltaf af þessu góða."

Heimir stýrði landsliðinu með mögnuðum árangri frá 2011 til 2018. Hann var fyrst um sinn aðstoðarþjálfari Lars Lagerback og tók svo við sem aðalþjálfari. Hann og Lars hjálpuðu til við að koma meiri fagmennsku inn í liðið og stýrðu því inn á tvö stórmót.

Heimir telur að liðið sé á jákvæðari leið núna eftir erfið síðustu ár. Framundan í mars er umspil um að komast á lokakeppni Evrópumótsins.

„Ég held að þetta sé á leið í jákvæðari átt. Mér finnst Age (Hareide) hafa verið góður kostur. Hann hefur held ég margt gott fram að færa. Ég hef hitt hann á námskeiðum og svona. Hann ber af sér góðan þokka og þetta er góður maður á allan hátt," sagði Heimir.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var gestur í hlaðvarpsþættinum Fyrsta sætið sem er í umsjón Bjarna Helgasonar, blaðamanns á Morgunblaðinu, núna á dögunum. Heimir kallaði þar eftir meiri jákvæðni í garð landsliðsins. Nafni hans tekur undir það.

„Þetta er landsliðið okkar. Við höfum ekkert annað landslið til að styðja. Hvernig sem gengur, þá eigum við auðvitað alltaf að styðja landsliðið," sagði Heimir en hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Heimir Hallgríms gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner