Ísland 0 - 0 Kanada
Lestu um leikinn
Lestu um leikinn
Íslenska kvennalandsliðið gerði markalaust jafntefli við Kanada í vináttuleik á Pinatar-leikvanginum í Murcia á Spáni í kvöld.
Kanadíska liðið for betur af stað og átti nokkrar tilraunir á meðan íslenska liðið var í erfiðleikum með að ná að halda í boltann.
Sveindís Jane Jónsdóttir átti fyrsta færi Íslands á 13. mínútu. Langur bolti kom frá Sveindísi sem kom sér að teignum en skot hennar framhjá markinu.
Átta mínútum síðar komst Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í ágætis færi. Sveindís kom boltanum á Karólínu sem fór framhjá Vanessu Gilles en Sabrina D'Angelo, markvörður Kanada, gerði vel að koma út á móti og loka á Karólínu.
Íslenska liðið átti góðan kafla áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Heilt yfir ágætis frammistaða.
Karólína Lea gat skorað þegar um það bil tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Lysianne Proulx kom inn í markið í hálfleik og gerði mistök er hún sendi boltann beint á Karólínu sem var komin í dauðafæri en Proulx náði að bjarga sér á ótrúlegan hátt.
Liðin skiptust á færum síðasta stundarfjórðunginn. Deanne Rose átti skot yfir mark Íslands áður en Sveindís lék sama lék aðeins nokkrum mínútum síðar.
Markalaust jafntefli niðurstaðan í Murcia. Ísland mætir Dönum á sama velli á mánudag, en það verður síðasti leikur landsliðsins á þessu ári.
????: Canada????????(0) - (0) Iceland????????#CANISL #CANWNT pic.twitter.com/avhgBeuRAq
— CANWNT (@CANWNT) November 29, 2024
Athugasemdir