Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
banner
   fös 29. nóvember 2024 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Þriðja stoðsending Davíðs á tímabilinu - Atli Barkar áfram á sigurbraut
Davíð Kristján er að gera góða hluti með Cracovia
Davíð Kristján er að gera góða hluti með Cracovia
Mynd: Cracovia
Davíð Kristján Ólafsson lagði upp eina mark Cracovia í 1-1 jafntefli liðsins gegn Zaglebie í pólsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Blikinn lagði upp eina markið á 10. mínútu aðeins mínútu eftir að leikmaður Zaglebie hafði fengið að líta rauða spjaldið.

Það var þriðja stoðsending Davíðs á tímabilinu.

Undir lok leiksins komu leikmenn Cracovia boltanum í netið í annað sinn en markið var tekið af vegna rangstöðu. Tæpri mínútu síðar jöfnuðu gestirnir og lokatölur því 1-1.

Cracovia er í 4. sæti með 30 stig, átta stigum frá toppliði Lech Poznan.

Ari Leifsson var í byrjunarliði Kolding sem tapaði fyrir Horsens, 2-1, í dönsku B-deildinni. Ari fór af velli þegar hálftími var eftir en liðið er í 6. sæti með 24 stig eftir átján umferðir.

Atli Barkarson og félagar hans í Waregem unnu þriðja leik sinn í röð er liðið heimsótti U23 ára lið Genk. Niðurstaðan var 3-2 sigur og heldur Waregem því toppsæti belgísku B-deildarinnar með 29 stig, þremur meira en næsta lið.

Helgi Fróði Ingason kom inn af bekknum þegar tíu mínútur voru eftir í 2-1 tapi Helmond Sport gegn Vitesse í hollensku B-deildinni. Helmond er í 4. sæti með 30 stig.
Athugasemdir
banner