Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal spyrst fyrir um Jorginho
Mynd: EPA

Arsenal er að spyrjast fyrir um Jorginho, ítalskan miðjumann Chelsea sem á aðeins fimm mánuði eftir af samningi við félagið.


Arsenal er í leit að miðjumanni eftir að Brighton hafnaði tilboði félagsins í Moises Caicedo.

Jorginho er 31 árs gamall og hefur spilað 213 leiki á fjórum og hálfum árum með Chelsea.

Hann er fastamaður í ítalska landsliðinu og hefur unnið allt mögulegt með Chelsea - nema ensku úrvalsdeildina.

Talið er að Chelsea muni biðja um væna fúlgu fjárs fyrir Jorginho þó hann eigi lítið eftir af samning. Miðjumaðurinn ætlar ekki að gera nýjan samning við félagið en hann er mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu og því gæti Graham Potter krafist þess að halda honum út tímabilið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner