Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 20:18
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Man Utd getur fengið West Ham á Trafford
Mynd: EPA

Það er búið að draga í 16-liða úrslit enska bikarsins þar sem Tottenham, Manchester United og Manchester City eru meðal níu úrvalsdeildarfélaga sem eru enn með í keppninni.


Man Utd fær annan heimaleik þegar Derby County eða West Ham kíkja í heimsókn, en West Ham er 0-1 yfir í þeirri viðureign sem stendur, þegar rétt rúmur hálftími er liðinn af leiknum.

Man City heimsækir Bristol City á meðan Tottenham kíkir annað hvort til Wales eða Sheffield.

Southampton og Leicester eiga heimaleiki á meðan Leeds United fékk enn einn útidráttinn í enska bikarnum - þann tólfta í röð.

Brighton heimsækir Stoke á meðan Burnley fær heimaleik ef liðinu tekst að slá Ipswich út í 32-liða úrslitum.

Það vekur athygli að það geta í mesta lagi orðið tveir úrvalsdeildarslagir í 16-liða úrslitunum.

16-liða úrslit:
Bristol City - Man City
Man Utd - Derby/West Ham
Wrexham/Sheffield Utd - Tottenham
Southampton - Luton/Grimsby
Leicester - Blackburn/Birmingham
Stoke - Brighton
Fulham/Sunderland - Leeds
Ipswich/Burnley - Sheffield Wed/Fleetwood


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner