Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. mars 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Ronaldo gaf öllum iMac eftir rautt spjald
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, gaf öllum liðsfélögum sínum iMac eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Valencia í Meistaradeildinni árið 2018.

Massimiliano Allegri, þáverandi þjálfari Juventus, var með reglu um að leikmenn ættu að gefa liðsfélögum sínum gjafir ef þeir myndu fá að líta rauða spjaldið.

Wojciech Szczesny, markvörður Juventus, sagði frá þessu í podcast þætti sínum.

„Þetta tók hann svolítinn tíma, hann kvartaði yfir þessu í tvo mánuði en við fengum allir iMac," sagði Szczesny.

Szczesny segist sjálfur hafa gefið öllum liðsfélögum sínum Dr. Dre heyrnatól eftir að hann mætti of seint á æfingu en Allegri var einnig með þá reglu að leikmenn ættu að gefa gjafir ef þeir voru of seinir á æfingu.
Athugasemdir
banner