Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. mars 2021 09:26
Magnús Már Einarsson
Andri Fannar: Aldrei fundið jafnmikinn sársauka
Icelandair
Andri Fannar Baldursson í leiknum gegn Dönum.
Andri Fannar Baldursson í leiknum gegn Dönum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Fannar Baldursson, miðjumaður Bologna, segist vera klár og í toppstandi fyrir leik U21 landsliðsins gegn Frökkum á EM á morgun.

Andri Fannar kom ekkert við sögu í fyrsta leik en hann kom síðan inn á sem varamaður gegn Dönum í fyrradag. Andri var að glíma við slæmt hælsæri í byrjun móts en á endanum var borað gat á skóna hans.

„Ég er orðinn góður og er í toppstandi. Fyrst var þetta frekar mikið vesen. Ég hef aldrei fundið jafn mikinn sársauka í hælnum og komst ekki í skóinn, Við prófuðum að gera gat á skóinn og það virkaði," sagði Andri á fréttamannafundi í dag.

Svekktur að byrja ekki gegn Dönum
Andri segist hafa verið svekktur að byrja ekki gegn Dönum. „Auðvitað var ég svekktur. Mér fannst ég eiga skilið að byrja. Þjálfararnir velja byrjunarliðið og ég virði ákvörðun þeirra."

„Ég var þokkalega ánægður með mína innkomu. Auðvitað hefði ég viljað að liðið myndi skora og fá aðeins meiri trú en ég var frekar sáttur."


Mótið fer fram í Györ í Ungverjalandi en vallaraðstæður hafa ekki verið góðar í leikjum Íslands

„Ef ég segi alveg eins og er þá bjóst ég við aðeins betri velli. Það er erfitt fyrir mig að hafa áhrif á það. Við þurfum að takast á við það sem er í boði og það þýðir ekki að væla yfir vellinum."

Brattur fyrir leikinn við Frakka
Ísland mætir öflugu liði Frakka á morgun í lokaumferðinni.

„Þeir eru með frábær nöfn á blaði og hafa sannað að þeir eru mjög góðir í fótbolta. Þer verða líklega miklu meira með boltann en við getum staðið saman og gefið þeim leik. Ef við nýtum færin okkar og spilum góðan varnarleik þá eigum við möguleika," sagði Andri en hann segir að andinn í íslenska hópnum sé góður þrátt fyrir tvö töp hingað til.

„Andinn er góður. Við erum allir á því að við ætlum að gefa allt sem við eigum í þennan síðasta leik og reyna að ná í úrslit gegn Frökkum. Það verður erfitt en við ef við erum samstíga og er allir leggja sig 100% þá getum við náð úrslitum. Við erum allir staðráðnir í að gera betur," sagði Andri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner