Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 30. mars 2021 12:10
Magnús Már Einarsson
Aron: Þreytan mun hverfa þegar við stígum inn á völlinn
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, hefur ekki áhyggjur af þreytu í hópnum fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni HM annað kvöld.

Ísland er að fara að spila sinn þriðja leik á sjö dögum en í síðustu undankeppnum hafa tveir leikir verið spilaðir í hverjum landsleikjaglugga.

„Þetta er öðruvísi. Við þurfum að spila þrjá leiki núna og miðað við ferðalögin og allt þá vil ég hrósa KSÍ fyrir að gera þetta eins auðvelt og hægt er að ferðast og einbeita okkrur að fóboltaum. Leikmenn eru ekki líkamega þreyttir," sagði Aron við Fótbolta.net í dag.

„Úrslitin gengu ekki upp í síðasta leik og ég er viss um að leikmenn vilja breyta því á morgun. Þreytan mun hverfa þegar við stígum inn á völlinn á morgun því það er mikilvægast að ná þremur stigum og koma undankeppninni í gang."

„Við getum ekki breytt því hvernig leikjaplanið er. Við þurfum að einbeita okkur að fótboltanum og við gerum það á morgun."

Athugasemdir
banner
banner