þri 30. mars 2021 17:00
Magnús Már Einarsson
Manchester City og Dortmund spila heima
Mynd: Getty Images
UEFA hefur staðfest að Manchester City og Borussia Dortmund geti spilað á sínum heimavöllum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Liðin eiga að mætast á Etihad leikvanginum í Englandi í næstu viku og viku síðar í Þýskalandi.

Vegna ferðatakmarkana fóru báðir leikir Manchester City og þýska liðsins Gladbach fram í Ungverjalandi í 16-liða úrslitum.

UEFA hefur hins vegar staðfest að eins og málin standa í dag þá geti City og Dortmund mætt hvort öðru á sínum heimavöllum.

Manchester City tapaði gegn Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra en liðið reynir nú að komast í undanúrslit í fyrsta skipti síðan árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner