Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 30. mars 2021 07:30
Victor Pálsson
Sagna bjóst ekki við svo miklu frá Hakimi
Mynd: Getty Images
Bacary Sagna, fyrrum leikmaður Arsenal, viðurkennir að frammistaða bakvarðarins Ahcraf Hakimi hafi komið honum á óvart.

Hakimi er fyrrum leikmaður Real Madrid en er mikilvægur hlekkur í bakverði Inter Milan á toppi Serie A á Ítalíu í dag.

Hakimi er orðaður við Arsenal, fyrrum félag Sagna, og fékk Goal.com hann til að ræða aðeins um þennan 22 ára gamla leikmann.

„Ég er viss um að þeir séu að skoða stöðuna vel og séu með einhvern í huga ef Hector Bellerin fer," sagði Sagna.

„Hakmi verður aldrei þreyttur og reynir alltaf að sækja. Hann er svo hraður. Ég var hissa þegar ég sá hann spila fyrir Real Madrid í fyrsta sinn, ég taldi hann ekki svo góðan."

„Þú gast séð hæfileikana en ég bjóst aldrei við að hann myndi gera eins vel og hann er að gera í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner