Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 30. apríl 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Kane orðinn heill
Kane á æfingasvæðinu.
Kane á æfingasvæðinu.
Mynd: Getty Images
Harry Kane er orðinn heill eftir meiðsli aftan í læri. Þetta segir Jose Mourinho, stjóri Tottenham.

Sóknarmaðurinn skæði þurfti að gangast undir aðgerð þann 1. janúar en er búinn að ná sér. Samherjar hans Moussa Sissoko og Steven Bergwijn eru einnig komnir af meiðslalistanum.

„Það er eitt að vera ekki meiddur en annað að vera klár í að spila fótbolta. Þeir voru frá í margar vikur og þegar þeir voru nánast orðnir klárir þá hættum við æfingum," segir Mourinho.

Enska úrvalsdeildin var stöðvuð 13. mars vegna kórónaveirufaraldursins en óvíst er hvenær keppni getur hafist að nýju. Vonast er til að deildin komist aftur af stað 8. júní.

Fékög ensku úrvalsdeildarinnar funda á morgun en ef deildin getur hafist aftur verður leikið bak við luktar dyr.

„Ég vil hugsa þetta þannig að fótbolti sé aldrei leikinn bak við luktar dyr. Sjónvarpið gerir það að verkum að milljónir eru að horfa," segir Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner