Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fös 30. apríl 2021 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Barnsley borgar til að halda Dike í umspilinu
Barnsley er óvænt búið að tryggja sér sæti í umspili Championship deildarinnar um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Bandaríkjamaðurinn ungi Daryl Dike hefur verið lykilmaður í liði Barnsley á tímabilinu en hann kom að láni frá Orlando City í febrúar.

Dike er búinn að skora 9 mörk í 17 leikjum með Barnsley en átti að fara aftur til Orlando eftir deildartímabilið, áður en umspilið fer af stað.

Barnsley er því búið að semja við Orlando um að halda Dike lengur að láni. Ekki er greint frá því hversu mikið Barnsley greiðir til að halda Dike en það er ljóst að þessi tvítugi Bandaríkjamaður á framtíðina fyrir sér.

Barnsley mun berjast við Brentford, Bournemouth og Swansea í umspilinu.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 14 9 4 1 39 13 +26 31
2 Stoke City 14 8 3 3 21 9 +12 27
3 Middlesbrough 14 7 5 2 17 12 +5 26
4 Preston NE 14 7 4 3 19 13 +6 25
5 Millwall 14 7 3 4 16 19 -3 24
6 Charlton Athletic 14 6 5 3 16 11 +5 23
7 Bristol City 14 6 4 4 21 17 +4 22
8 Hull City 14 6 4 4 23 22 +1 22
9 Birmingham 14 6 3 5 19 15 +4 21
10 Ipswich Town 13 5 5 3 22 15 +7 20
11 Derby County 14 5 5 4 18 18 0 20
12 Watford 14 5 4 5 18 17 +1 19
13 Leicester 14 4 6 4 16 15 +1 18
14 Wrexham 14 4 6 4 19 19 0 18
15 West Brom 14 5 3 6 12 15 -3 18
16 QPR 14 5 3 6 17 23 -6 18
17 Swansea 14 4 5 5 14 15 -1 17
18 Blackburn 13 5 1 7 13 17 -4 16
19 Southampton 14 3 6 5 15 20 -5 15
20 Portsmouth 14 3 5 6 10 17 -7 14
21 Oxford United 14 3 4 7 15 20 -5 13
22 Norwich 14 2 3 9 13 21 -8 9
23 Sheffield Utd 14 3 0 11 11 26 -15 9
24 Sheff Wed 14 1 5 8 11 26 -15 -4
Athugasemdir
banner