Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mið 30. apríl 2025 10:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fram hafnaði tilboði frá Breiðabliki
Þorri Stefán.
Þorri Stefán.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Hrannar - Diddi.
Sigurður Hrannar - Diddi.
Mynd: Magnús Óli Sigurðsson
Breiðablik lagði fram tilboð í Þorra Stefán Þorbjörnsson undir lok gluggans en Fram hafnaði því.

Það var Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni sem vakti athygli á tilboðinu með færslu á X og Fótbolti.net fékk tíðindin staðfest.

„Breiðablik sendi tilboð í Þorra, við höfnuðum því og þar endaði það," segir Sigurður Hrannar Björnsson, formaður meistaraflokksráðs Fram, við Fótbolta.net.

„Eins og við höfum sagt áður þá eigum við mikið efni í Þorra, bæði sem leikmaður og karakter. Tilboðið þyrfti að vera mjög sterkt til að við skoðum það alvarlega," bætti Diddi við.

Þorri Stefán er 18 ára örvfættur miðvörður, unglingalandsliðsmaður sem var í lykilhlutverki hjá Fram á síðasta tímabili. Fram keypti hann af Lyngby á síðasta ári en hann hafði komið á láni frá Danmörku.

Hann hefur byrjað tvo leiki til þessa á tímabilinu og komið tvisvar sinnum inn á.

Breiðablik var í leit að miðverði í vetur og reyndi m.a. við Ívar Örn Árnason hjá KA. Blikar eru með þá Viktor Örn Margeirsson, Ásgeir Helga Orrason, Daniel Obbekjær og Arnór Gauta Jónsson að berjast um stöðurnar tvær. Þá eru miklar líkur á því að Damir Muminovic snúi aftur í Breiðablik í sumarglugganum eftir að hafa spilað í Singapúr í vetur.


Athugasemdir
banner
banner