David Alaba, Eduardo Camavinga og Ferland Mendy munu ekki spila meira með Real Madrid á þessari leiktíð vegna meiðsla. Þetta er stórt og mikið högg í titilbaráttu liðsins í La Liga.
Alaba hefur misst mikið úr á þessu tímabili og ekki alveg verið 100 prósent nú seinni hluta móts.
Hann spilaði aðeins hálfleik í 1-0 sigrinum á Getafe en sat allan tímann á bekknum er Real Madrid tapaði bikarúrslitaleiknum gegn Barcelona um helgina.
Real Madrid hefur nú staðfest að Alaba verði frá út tímabilið vegna meiðsla í hné en gæti snúið aftur fyrir HM félagsliða sem hefst um miðjan júní.
Frönsku leikmennirnir Camavinga og Mendy verða hins vegar ekki með fyrr en á næsta tímabili. Á dögunum var greint frá því að Camavinga myndi ekki spila meira og hefur félagið endanlega staðfest það.
Hann reif vöðva í nára og sama gerði fyrir Mendy sem meiddist gegn Barcelona.
Real Madrid er fjórum stigum á eftir Barcelona í La Liga þegar fimm umferðir eru eftir.
Athugasemdir