Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 30. maí 2021 14:00
Hulda Mýrdal
Best í 5. umferð: Af hverju var hún ekki sett í fullmannaða gjörgæslu?
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Áslaug Munda fór illa oft á tíðum illa með Bergdísi Fanney og Mary Alice
Áslaug Munda fór illa oft á tíðum illa með Bergdísi Fanney og Mary Alice
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: HMG
Áslaug var einnig best í 1. umferð
Áslaug var einnig best í 1. umferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, leikmaður Breiðabliks, er besti leikmaður 5. umferðar að mati Fótbolta.net og Heimavallarins. Hún var einnig best í 1. umferð og er þetta því annað skiptið í sumar sem hún er valin best. Áslaug lagði upp þrjú mörk gegn Val á fimmtudagskvöldið.

Rætt var um stórleik Vals og Breiðabliks í nýjasta þætti Heimavallarins. Í hálfleik var staðann í leiknum orðin 4-1 fyrir Breiðablik. Velt var upp þeirri spurningu af hverju Valur hefði ekki brugðist við í hálfleik þegar staðan var orðin slæm.

Margrét Sveinsdóttir: „Ég hafði hugsað sem Valsþjálfari að ég hefði breytt varnarleiknum."

Rún Friðriksdóttir tók við: „Allavegana breyta uppsetningu innan liðsins, það þarf að þétta."

Áslaug Munda var stórkostleg á hægri vængnum hjá Breiðablik og fór oft á tíðum mjög illa með Mary Alice vinstri bakvörð Vals. Mary Alice kom til Vals fyrir tímabilið eftir að hafa átt stórkostlegt sumar með Þrótti í fyrra og var einn besti leikmaður deildarinnar.

Hulda Mýrdal: „Áslaug Munda gerði grín af Mary Alice."

Rún hélt áfram: „Þetta leit mjög auðveldlega út fyrir Áslaugu. Það var pínlegt að horfa á þetta fyrir Alice. Það var greinilegt að Áslaug Munda væri mjög hættuleg í þessum leik og bara hefur verið það í allt sumar, bara að tvöfalda ekki á hana."

Margrét: „eða færa betur undir hana?”

Rún: „Hún var bara ekki að ráða við hana og Áslaug Munda var náttúrulega bara mjög öflug, sérstaklega í fyrri hálfleik."

Hulda: „Ef þú ert búin að vera að horfa á leikina í sumar. Áslaug Munda og Agla María þurfa að vera í gjörgæslu og það voru það ekki í dag. Þetta gerist trekk í trekk og allir búnir að sjá þetta. Afhverju gerir Pétur ekkert?"

Margrét velti fyrir sér breytingunum sem voru gerðar í hálfleik. En þá fara Bergdís Fanney og Ásdís út. Clarissa og Ída Marín koma inn. „Já og í staðin fyrir það þá skiptir hann inn tveimur kantmönnum í hálfleik."

Valsliðið er skipað mörgum af bestu leikmönnum Íslands og þessi stóru úrslit komu öllum á óvart.

Hulda: „Þetta eru tvö sterkustu liðin á landinu. Ég fann bara til með Valsliðinu. En hvernig á maður að finna til með Elísu Viðarsdóttur, Dóru Maríu og Mist og þessu öfluga liði?"

Fylkir lenti einnig í því að fá skell frá Breiðablik í 1.umferð mótsins. En þá tapaði Fylkir fyrir Breiðablik 9-0.

„Þetta er það sama og maður sá í 9-0 sigrinum hjá Breiðablik á Fylki. “Er ekki einhver í liðinu sem getur kallað liðið saman og talað um að gera betur. Ég veit ekki hvort að það var gert, var enginn sem steig upp?" sagði Margrét.

Hulda svaraði því „Þetta eru risa karakterar. Maður skilur að ungt lið Fylkis fari inn í skelina en þessar Valskonur eiga ekki að fara inn í skelina.”

Nánar var rætt um leikinn og alla leikina í 5.umferð í nýjasta þætti Heimavallarins. Hægt er að hlusta á nýjasta þátt Heimavallarins í hlaðvarpsveitu Fótbolti.net, Spotify og á Heimavöllurinn.is

Bestar í sumar:
1. umferð - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
2. umferð - DB Pridham
3. umferð - Murielle Tiernan
4. umferð - Brenna Lovera
Áslaug Munda: Bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði í morgun
Heimavöllurinn: Stórslys á Hlíðarenda og toppliðið lætur verkin tala
Athugasemdir
banner
banner
banner