Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 30. júní 2021 11:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brynjar Ingi í Lecce (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalska félagið Lecce hefur tilkynnt um félagaskipti varnarmannsins Brynjars Inga Bjarnasonar frá KA.

Þessi 21 árs varnarmaður KA hefur verið frábær í Pepsi Max-deildinni í sumar og lék sína fyrstu A-landsleiki nýlega.

Fjallað hefur verið um það í ítölskum fjölmiðlum að Lecce borgi 45 milljónir króna fyrir Brynjar Inga, auk þess sem klásúla er um prósentur af næstu sölu.

Brynjar skrifar undir þriggja ára samning við Lecce og möguleiki er á því að framlengja hann svo um tvö ár.

Lecce hafnaði í fjórða sæti ítölsku B-deildarinnar á liðnu tímabili en liðið féll úr efstu deild á síðasta ári.

Þetta er spennandi skref fyrir Brynjar sem hefur bætt sig mikið á undanförnum mánuðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner