Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 29. júní 2021 13:47
Elvar Geir Magnússon
Segja Lecce borga 45 milljónir fyrir Brynjar
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason er á leið til ítalska félagsins Lecce eins og greint var frá í dag.

Þessi 21 árs varnarmaður KA hefur verið frábær í Pepsi Max-deildinni í sumar og lék sína fyrstu A-landsleiki nýlega.

Fjallað er um málið í ítölskum fjölmiðlum og segir vefsíðan sololecce.it að Lecce hafi boðið 300 þúsund evrur, um 45 milljónir íslenskra króna, í Brynjar auk þess sem klásúla er um prósentur af næstu sölu.

Reikna má með því að Lecce muni síðar í dag tilkynna um kaupin á Brynjari en hann er búinn að gera samkomulag um þriggja ára samning.
Athugasemdir
banner
banner