Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   mán 30. júlí 2018 22:10
Arnar Daði Arnarsson
Rúnari þykir vænt um Bjögga: Vonandi verða mistökin ekki fleiri hjá honum
Rúnar Kristinsson þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Björgvin Stefánsson.
Björgvin Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson þjálfari KR var að vonum ánægður eftir 2-0 sigur liðsins á Grindavík í 14. umferð Pepsi-deildar karla á heimavelli í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik náðu KR-ingar að skora tvö mörk á síðasta stundarfjörðung leiksins.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Grindavík

„Við vorum að spila á móti frábæru liði Grindavíkur sem er ótrúlega sterkt og það er erfitt að brjóta þá á bak aftur og þegar þeir fá boltann og byrja að spila þá er erfitt að ná boltanum af þeim. Þeir voru mjög góðir en við sýndum aga og þolinmæði og biðum eftir okkar tækifæri og náðum ekki að skapa mikið, þó eitthvað."

Óskar Örn Hauksson kom KR-ingum á bragðið með marki eftir aukaspyrnu. Keimlíkt markinu sem hann skoraði í síðustu umferð gegn Stjörnunni sem reyndist sigurmarkið í þeim leik.

„Það er gulls í gildi að eiga mann eins og Óskar (Örn Hauksson) sem getur upp úr þurru neglt boltanum í netið eins og hann gerði þó þetta hafi ekki verið eins fast og í síðasta leik en þá var þetta nóg. Eftir markið þá opnaðist meira svæði í vörninni og við nýttum okkur það. Fram að 1-0 þá var þetta leikur í járnum, tvö lið sem eru að reyna finna leið að markinu og við vorum kannski ívið sterkari í seinni hálfleiknum."

Björgvin Stefánsson kom inná sem varamaður rétt fyrir fyrsta mark KR í leiknum. Hann hefur verið í leyfi frá knattspyrnuiðkun síðustu vikur en hann stimplaði sig inn með marki og gulltryggði 2-0 sigur KR-inga.

„Þetta gefur honum sjálfstraust og trú. Við sáum hvernig hann fagnaði og hann er ánægður með að hafa tekið þetta skref og við munum halda áfram að hjálpa honum og vonandi kemur ekki eitthvað bakslag í þetta. Björgvin er fæddur markaskorari og það sést best í þessu frábæra hlaupi á nærstöngina sem ég saknaði örlítið fyrr í leiknum. Bjöggi þefar þetta uppi og hann veit hvar er hægt að skora mörkin. Hann er að vaxa hjá okkur. Við bjuggumst ekkert við alltof miklu frá honum í sumar en hann hefur skorað fjögur mörk fyrir okkur í deildinni og hann á bara eftir að verða betri. Vonandi getur hann haldið sér réttu megin í lífinu og passa upp á sjálfan sig því þá á hann fína framtíð í Pepsi-deildinni og hver veit nema hann eigi einhverja framtíð annarsstaðar líka."

Rúnar viðurkennir að hann hafi aldrei þurft að glíma við svona mál áður á þjálfaraferli sínum.

„Þetta er einn af þeim hlutum sem maður verður að taka á. Maður hefur aldrei lent í þessu áður en þetta er starf þjálfarans og þeirra sem eru í félaginu að taka utan um svona drengi og hjálpa þeim. Við erum flest allir í þessu félagi töluvert eldri en hann og eigum okkar börn og fjölskyldu og vitum hvað þetta þýðir og vitum hversu mikilvægt þetta er. Fótbolti er ofboðslega mikilvægur partur í hans lífi og okkar lífi og við viljum hjálpa honum og sjá til þess að hann komist á rétta braut. Við erum glaðir að hann hafi tekið svona vel í það og við erum að reyna hjálpa honum og höldum því áfram. Vonandi kemst hann á rétta braut og mun njóta lífsins eins og við hinir."

Það kom aldrei annað til greina hjá KR en að hjálpa Björgvini í þeim veikindum sem hann er að glíma við.

„Þetta er toppdrengur og ofboðslega góða sál og flott hjarta. Okkur þykir vænt um hann og hann hefur sýnt okkur mikinn skilning og velvilja. Hann vill gera allt sem hann getur til að komast út úr sínum vandamálum og auðvitað hjálpum við honum, það er ekki spurning. Við erum með breitt bak hérna í KR og þetta er stórt félag og við erum ekki hendandi mönnum í burtu eftir fyrstu mistök. Vonandi verða þau ekki önnur því maður fær ekki endalaust af tækifærum í KR. Björgvin veit það, við erum að gefa honum tækifæri í lífinu til að spila fyrir stórt félag á Íslandi og menn verða að átta sig á því að það er ekki fyrir hvern sem er að koma í KR og spila fyrir félagið," sagði Rúnar að lokum en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner