Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 30. júlí 2021 16:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Sig til Venezia (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Venezia á láni út tímabilið frá CSKA.

Arnór er 22 ára og framlengir hann samninginn við rússneska félagið áður en hann skiptir til Feneyja. Hann er nú samninsbundinn út tímabilið 2023-24.

Arnór á að baki fjórtán A-landsleiki. Hann er uppalinn Skagamaður en gekk í raðir Norrköping árið 2017.

Árið 2018 gekk hann svo í raðir CSKA og hefur verið hjá rússneska félaginu síðan. Skagamaðurinn hefur komið að sautján mörkum CSKA í rússnesku deildinni á þessum þremur árum og unnið sér inn fast sæti í íslenska landsliðshópnum.

Fjórir Íslendingar voru þegar á mála hjá Venezia, sem tryggði sér sæti í Seríu A á síðustu leiktíð. en Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason spila með aðalliðinu.

Jakob Franz Pálsson fór á láni til félagsins frá Þór í febrúar og var síðan keyptur í sumar. Valur lánaði þá Kristófer Jónsson í Venezia á dögunum en þeir koma til með að spila með unglinga- og varaliði félagsins. Hilmir Rafn Mikaelsson mun þá ganga til liðs við félagið frá Fjölni á næstu dögum.


Athugasemdir
banner
banner