Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. júlí 2021 13:51
Elvar Geir Magnússon
Ólympíuleikarnir: Heimsmeistararnir komust áfram eftir vító
Alex Morgan fagnar marki, sem reyndar var síðan dæmt af.
Alex Morgan fagnar marki, sem reyndar var síðan dæmt af.
Mynd: Getty Images
Heimsmeistar Bandaríkjanna komust í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Japan með því að vinna Holland eftir vítakeppni í 8-liða úrslitunum.

Holland er í fjórða sæti heimslistans en Bandaríkin í því fyrsta.

Holland komst yfir í leiknum þegar Vivianne Miedema skoraði en Bandaríkin náðu að snúa dæminu sér í hag fyrir hálfleik með mörkum sem Samantha Mewis og Lynn Williams skoruðu. 2-1 forysta Bandaríkjanna í hálfleik.

Miedema, markadrottningin í Arsenal, skoraði aftur og jafnaði í 2-2. Leikurinn var framlengdur en ekkert var skorað í framlengingu og úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Bandaríkin unnu vítakeppnina 4-2 og mæta Kanada í undanúrslitum.

Undanúrslit á mánudag:
Ástralía - Svíþjóð
Kanada - Holland/Bandaríkin
Athugasemdir
banner
banner