Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
   fös 30. júlí 2021 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við þjálfarar ákváðum að hætta en svo sneri ég við og hætti ekki"
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, segist hafa tekið ákvörðun um að hætta sem þjálfari liðsins en svo hafi hann ákveðið að hætta við að hætta.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  5 Valur

Frá þessu sagði hann í samtali við Fótbolta.net eftir tap gegn Val í Pepsi Max-deildinni.

„Við þjálfarar ákváðum að hætta en svo sneri ég við og hætti ekki. Við ætluðum að fá þessa nýju rödd og töldum að það þyrfti. Ég er búinn að vera með þetta í fjögur ár og ég taldi þurfa eitthvað nýtt," segir Kjartan.

„Stjórn Fylkis og aðrir góðir voru þeirrar skoðunar að það væri gott að halda áfram. Ég tekst bara á við það. Fylkir er númer eitt og að liðinu gangi vel. Ég tók það á mig að það gengi ekki vel. Ég á stóran þátt í því. Stundum þarf bara nýja rödd þó það sé verið að gera ágætis hluti. Ég er kominn með gott fólk í kringum sem kemur með nýja rödd."

Fylkir er í fallsæti en það er áfram bjartsýni um að liðið haldi sér uppi. „Við höfum verið að sýna það að við getum tekið þessa leiki. Við erum með flottar stelpur og flott lið. Við þurfum að finna markið og standa þessar sóknir sem við höfum verið að fá á okkur ódýr mörk í... það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan. Þar ræðir Kjartan um leikinn gegn Val í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner