Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
   fös 30. júlí 2021 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við þjálfarar ákváðum að hætta en svo sneri ég við og hætti ekki"
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, segist hafa tekið ákvörðun um að hætta sem þjálfari liðsins en svo hafi hann ákveðið að hætta við að hætta.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  5 Valur

Frá þessu sagði hann í samtali við Fótbolta.net eftir tap gegn Val í Pepsi Max-deildinni.

„Við þjálfarar ákváðum að hætta en svo sneri ég við og hætti ekki. Við ætluðum að fá þessa nýju rödd og töldum að það þyrfti. Ég er búinn að vera með þetta í fjögur ár og ég taldi þurfa eitthvað nýtt," segir Kjartan.

„Stjórn Fylkis og aðrir góðir voru þeirrar skoðunar að það væri gott að halda áfram. Ég tekst bara á við það. Fylkir er númer eitt og að liðinu gangi vel. Ég tók það á mig að það gengi ekki vel. Ég á stóran þátt í því. Stundum þarf bara nýja rödd þó það sé verið að gera ágætis hluti. Ég er kominn með gott fólk í kringum sem kemur með nýja rödd."

Fylkir er í fallsæti en það er áfram bjartsýni um að liðið haldi sér uppi. „Við höfum verið að sýna það að við getum tekið þessa leiki. Við erum með flottar stelpur og flott lið. Við þurfum að finna markið og standa þessar sóknir sem við höfum verið að fá á okkur ódýr mörk í... það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan. Þar ræðir Kjartan um leikinn gegn Val í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner