Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   fös 30. júlí 2021 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við þjálfarar ákváðum að hætta en svo sneri ég við og hætti ekki"
Kvenaboltinn
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, segist hafa tekið ákvörðun um að hætta sem þjálfari liðsins en svo hafi hann ákveðið að hætta við að hætta.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  5 Valur

Frá þessu sagði hann í samtali við Fótbolta.net eftir tap gegn Val í Pepsi Max-deildinni.

„Við þjálfarar ákváðum að hætta en svo sneri ég við og hætti ekki. Við ætluðum að fá þessa nýju rödd og töldum að það þyrfti. Ég er búinn að vera með þetta í fjögur ár og ég taldi þurfa eitthvað nýtt," segir Kjartan.

„Stjórn Fylkis og aðrir góðir voru þeirrar skoðunar að það væri gott að halda áfram. Ég tekst bara á við það. Fylkir er númer eitt og að liðinu gangi vel. Ég tók það á mig að það gengi ekki vel. Ég á stóran þátt í því. Stundum þarf bara nýja rödd þó það sé verið að gera ágætis hluti. Ég er kominn með gott fólk í kringum sem kemur með nýja rödd."

Fylkir er í fallsæti en það er áfram bjartsýni um að liðið haldi sér uppi. „Við höfum verið að sýna það að við getum tekið þessa leiki. Við erum með flottar stelpur og flott lið. Við þurfum að finna markið og standa þessar sóknir sem við höfum verið að fá á okkur ódýr mörk í... það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan. Þar ræðir Kjartan um leikinn gegn Val í kvöld.
Athugasemdir
banner