Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   fös 30. júlí 2021 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við þjálfarar ákváðum að hætta en svo sneri ég við og hætti ekki"
Kvenaboltinn
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, segist hafa tekið ákvörðun um að hætta sem þjálfari liðsins en svo hafi hann ákveðið að hætta við að hætta.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  5 Valur

Frá þessu sagði hann í samtali við Fótbolta.net eftir tap gegn Val í Pepsi Max-deildinni.

„Við þjálfarar ákváðum að hætta en svo sneri ég við og hætti ekki. Við ætluðum að fá þessa nýju rödd og töldum að það þyrfti. Ég er búinn að vera með þetta í fjögur ár og ég taldi þurfa eitthvað nýtt," segir Kjartan.

„Stjórn Fylkis og aðrir góðir voru þeirrar skoðunar að það væri gott að halda áfram. Ég tekst bara á við það. Fylkir er númer eitt og að liðinu gangi vel. Ég tók það á mig að það gengi ekki vel. Ég á stóran þátt í því. Stundum þarf bara nýja rödd þó það sé verið að gera ágætis hluti. Ég er kominn með gott fólk í kringum sem kemur með nýja rödd."

Fylkir er í fallsæti en það er áfram bjartsýni um að liðið haldi sér uppi. „Við höfum verið að sýna það að við getum tekið þessa leiki. Við erum með flottar stelpur og flott lið. Við þurfum að finna markið og standa þessar sóknir sem við höfum verið að fá á okkur ódýr mörk í... það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan. Þar ræðir Kjartan um leikinn gegn Val í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner