banner
   lau 30. júlí 2022 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikir: Mourinho hafði betur gegn Tottenham
Mynd: EPA

Roma og Tottenham áttust við í æfingaleik í Ísrael í kvöld.


Bæði lið stilltu upp sterkum liðum. Paolo Dybala spilaði sinn fyrsta leik fyrir Roma en hann gekk til liðs við félagið á dögunum á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Juventus.

Eina mark leiksins kom eftir tæplega hálftíma leik en Roger Ibanez skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Dybala og tryggði Roma sigur. Jose Mourinho vann þar með sína gömlu félaga en hann var við stjórnvölin hjá Tottenham frá 2019-2021 eins og flestir vita.

Nottingham Forest og Valencia skildu jöfn 1-1, West Ham og Lens gerðu markalaust jafntefli. Þá fer Aston Villa taplaust í gegnum undirbúningstímabilið eftir sigur á Rennes.

Tottenham 0-1 Roma
0-1 Ibanez ('29 )

Nottingham Forest 1-1 Valencia

West Ham 0-0 Lens

Rennes 1-2 Aston Villa
1-0 Arthur Theate
1-1 Leon Bailey
1-2 Diego Carlos


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner