Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   þri 30. júlí 2024 21:16
Atli Arason
Aníta: Þurfum eitthvað nýtt þegar langir boltar virka ekki
Aníta Lind er leikmaður Keflavíkur
Aníta Lind er leikmaður Keflavíkur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Aníta Lind Daníelsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var hneyksluð yfir frammistöðu síns liðs í síðari hálfleik eftir 4-2 tap gegn Þrótti í Laugardalnum í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  2 Keflavík

Ég á ekki orð yfir þessum seinni hálfleik. Það er eitthvað sem við þurfum að laga og líka að spila boltanum. Þegar það er ekki að virka að senda langa bolta, þá þurfum við að finna eitthvað nýtt. Við reyndum og reyndum í dag og það var ekki að virka,“ sagði Aníta Lind í viðtali við Fotbolti.net eftir leik.

Vítaspyrnan sem Aníta skoraði úr var svolítið umdeild en Aníta féll sjálf niður í teignum eftir klafs í kjölfar hornspyrnu Keflavíkur. Erfitt var að sjá nákvæmlega hvað gerðist en Aníta var ekki í nokkrum vafa.

Þetta var víti. Ég var á hreyfingu endalaust og það var búið að vera að halda í mig í hinum tveimur hornspyrnunum á undan. Ég ætlaði að ná mér lausri en hún sparkar bara undan mér löppunum. Fyrir mér var þetta alltaf víti,“ svaraði Aníta ákveðinn.

Keflvíkingar sitja áfram fastar við botninn eftir tapið í dag. Aníta skorar liðsfélaga sína í að nota næstu 11 daga til að skoða leik liðsins betur, ef ekki á illa að fara.

Við þurfum að vera betri í að halda bolta. Vera aðeins ákveðnari og klára það út allan leikinn. Það er aðeins að síga af okkur í seinni hálfleikjunum, sem er ekki nógu gott,“ sagði Aníta Lind Daníelsdóttir, leikmaður Keflavíkur, að endingu en viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner