Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   þri 30. júlí 2024 21:16
Atli Arason
Aníta: Þurfum eitthvað nýtt þegar langir boltar virka ekki
Kvenaboltinn
Aníta Lind er leikmaður Keflavíkur
Aníta Lind er leikmaður Keflavíkur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Aníta Lind Daníelsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var hneyksluð yfir frammistöðu síns liðs í síðari hálfleik eftir 4-2 tap gegn Þrótti í Laugardalnum í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  2 Keflavík

Ég á ekki orð yfir þessum seinni hálfleik. Það er eitthvað sem við þurfum að laga og líka að spila boltanum. Þegar það er ekki að virka að senda langa bolta, þá þurfum við að finna eitthvað nýtt. Við reyndum og reyndum í dag og það var ekki að virka,“ sagði Aníta Lind í viðtali við Fotbolti.net eftir leik.

Vítaspyrnan sem Aníta skoraði úr var svolítið umdeild en Aníta féll sjálf niður í teignum eftir klafs í kjölfar hornspyrnu Keflavíkur. Erfitt var að sjá nákvæmlega hvað gerðist en Aníta var ekki í nokkrum vafa.

Þetta var víti. Ég var á hreyfingu endalaust og það var búið að vera að halda í mig í hinum tveimur hornspyrnunum á undan. Ég ætlaði að ná mér lausri en hún sparkar bara undan mér löppunum. Fyrir mér var þetta alltaf víti,“ svaraði Aníta ákveðinn.

Keflvíkingar sitja áfram fastar við botninn eftir tapið í dag. Aníta skorar liðsfélaga sína í að nota næstu 11 daga til að skoða leik liðsins betur, ef ekki á illa að fara.

Við þurfum að vera betri í að halda bolta. Vera aðeins ákveðnari og klára það út allan leikinn. Það er aðeins að síga af okkur í seinni hálfleikjunum, sem er ekki nógu gott,“ sagði Aníta Lind Daníelsdóttir, leikmaður Keflavíkur, að endingu en viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner