Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   þri 30. júlí 2024 21:16
Atli Arason
Aníta: Þurfum eitthvað nýtt þegar langir boltar virka ekki
Kvenaboltinn
Aníta Lind er leikmaður Keflavíkur
Aníta Lind er leikmaður Keflavíkur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Aníta Lind Daníelsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var hneyksluð yfir frammistöðu síns liðs í síðari hálfleik eftir 4-2 tap gegn Þrótti í Laugardalnum í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  2 Keflavík

Ég á ekki orð yfir þessum seinni hálfleik. Það er eitthvað sem við þurfum að laga og líka að spila boltanum. Þegar það er ekki að virka að senda langa bolta, þá þurfum við að finna eitthvað nýtt. Við reyndum og reyndum í dag og það var ekki að virka,“ sagði Aníta Lind í viðtali við Fotbolti.net eftir leik.

Vítaspyrnan sem Aníta skoraði úr var svolítið umdeild en Aníta féll sjálf niður í teignum eftir klafs í kjölfar hornspyrnu Keflavíkur. Erfitt var að sjá nákvæmlega hvað gerðist en Aníta var ekki í nokkrum vafa.

Þetta var víti. Ég var á hreyfingu endalaust og það var búið að vera að halda í mig í hinum tveimur hornspyrnunum á undan. Ég ætlaði að ná mér lausri en hún sparkar bara undan mér löppunum. Fyrir mér var þetta alltaf víti,“ svaraði Aníta ákveðinn.

Keflvíkingar sitja áfram fastar við botninn eftir tapið í dag. Aníta skorar liðsfélaga sína í að nota næstu 11 daga til að skoða leik liðsins betur, ef ekki á illa að fara.

Við þurfum að vera betri í að halda bolta. Vera aðeins ákveðnari og klára það út allan leikinn. Það er aðeins að síga af okkur í seinni hálfleikjunum, sem er ekki nógu gott,“ sagði Aníta Lind Daníelsdóttir, leikmaður Keflavíkur, að endingu en viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner