Spænski unglingalandsliðsmaðurinn Dean Huijsen er kominn til Bournemouth frá Juventus. Enska úrvalsdeildarfélagið staðfesti kaupin í kvöld.
Huijsen er 19 ára gamall miðvörður sem var á láni hjá Roma á síðustu leiktíð.
Leikmaðurinn er fæddur í Amsterdam í Hollandi en flutti ungur að árum með fjölskyldu sinni til Spánar. Hann lék með unglingaliði Malaga áður en Juventus keypti hann fyrir þremur árum.
Hann lék 13 leiki með Roma í Seríu A á síðustu leiktíð og skoraði tvö mörk. Mörg félög sýndu áhuga á að fá hann í sumar en Bournemouth hafði hraðar hendur og landaði honum eftir nokkurra daga viðræður.
Bournemouth greiðir Juventus um 15 milljónir punda og gerði hann sex ára samning.
Flott kaup hjá Bournemouth á leikmanni sem er talinn vera einn af efnilegustu miðvörðum Evrópuboltans.
Yep, it's now confirmed ????
— AFC Bournemouth ???? (@afcbournemouth) July 30, 2024
We're delighted to welcome Dean Huijsen to #afcb ????
He's signed a long-term deal, LET'S GO ???????????? pic.twitter.com/lOW6ifghGc
Athugasemdir