Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 30. júlí 2024 18:49
Brynjar Ingi Erluson
Dean Huijsen gerði sex ára samning við Bournemouth (Staðfest)
Mynd: Bournemouth
Spænski unglingalandsliðsmaðurinn Dean Huijsen er kominn til Bournemouth frá Juventus. Enska úrvalsdeildarfélagið staðfesti kaupin í kvöld.

Huijsen er 19 ára gamall miðvörður sem var á láni hjá Roma á síðustu leiktíð.

Leikmaðurinn er fæddur í Amsterdam í Hollandi en flutti ungur að árum með fjölskyldu sinni til Spánar. Hann lék með unglingaliði Malaga áður en Juventus keypti hann fyrir þremur árum.

Hann lék 13 leiki með Roma í Seríu A á síðustu leiktíð og skoraði tvö mörk. Mörg félög sýndu áhuga á að fá hann í sumar en Bournemouth hafði hraðar hendur og landaði honum eftir nokkurra daga viðræður.

Bournemouth greiðir Juventus um 15 milljónir punda og gerði hann sex ára samning.

Flott kaup hjá Bournemouth á leikmanni sem er talinn vera einn af efnilegustu miðvörðum Evrópuboltans.


Athugasemdir
banner
banner