Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 30. júlí 2024 22:47
Brynjar Ingi Erluson
Frá Man Utd til PAOK (Staðfest)
Mynd: PAOK
PAOK hefur fengið Englendinginn unga Shola Shoretire á frjálsri sölu en hann var síðast á mála hjá Manchester United.

Þessi tvítugi sóknarmaður ákvað að framlengja ekki samning sinn við United eftir síðasta tímabil og yfirgaf því félagið á frjálsri sölu.

Félög um allan heim höfðu áhuga á að landa Shoretire en hann valdi það að fara til Grikklands og semja við PAOK.

Gríska félagið staðfesti komu hans í dag en hann gerði samning til 2028.

PAOK varð grískur deildarmeistari á síðustu leiktíð og mun því spila í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner
banner