PAOK hefur fengið Englendinginn unga Shola Shoretire á frjálsri sölu en hann var síðast á mála hjá Manchester United.
Þessi tvítugi sóknarmaður ákvað að framlengja ekki samning sinn við United eftir síðasta tímabil og yfirgaf því félagið á frjálsri sölu.
Félög um allan heim höfðu áhuga á að landa Shoretire en hann valdi það að fara til Grikklands og semja við PAOK.
Gríska félagið staðfesti komu hans í dag en hann gerði samning til 2028.
PAOK varð grískur deildarmeistari á síðustu leiktíð og mun því spila í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Shola is here! #PAOK #OurWay #Shoretire #SholaIsHere #transfers pic.twitter.com/c8wpvv6D86
— PAOK FC (@PAOK_FC) July 30, 2024
Athugasemdir