Sóknarmaðurinn Omar Sowe gerði sér lítið fyrir og skoraði öll þrjú mörk Leiknis í 3-1 sigrinum á Gróttu í 15. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Afturelding vann þá Grindavík, 3-0, þar sem öll mörkin komu á síðasta stundarfjórðungnum.
Gróttumenn höfðu verið í töluverðu basli síðustu vikur og mánuði en náðu í langþráðan sigur í síðustu umferð og áttu því möguleika á að koma sér almennilega í gang í kvöld.
Leiknir hafði á meðan tapað fjórum leikjum í röð og var komið í fallsæti.
Heimamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en ekki mikið um færi.
Það var breyting á því í síðari hálfleiknum. Omar Sowe skoraði þegar tæpar tvær mínútur voru liðnar af honum. Arnór Ingi Kristinsson kom boltanum í teiginn á Sowe sem skaut boltanum í varnarmann og inn.
Gott mark hjá Sowe sem kom sér í góðar stöður hvað eftir annað.
Hann tvöfaldaði forystuna á 64. mínútu. Róbert Quental Árnason sendi Sowe í gegn sem kom boltanum framhjá Rafal í markinu og staðan orðin 2-0.
Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks minnkaði Rasmus Christiansen muninn með skalla eftir fyrirgjöf Kristófers Orra Péturssonar. Sjö mínútum síðar kom Pétur Theodór Árnason sér í góða stöðu fyrir framan markið en boltinn beint á Viktor í markinu.
Leiknismenn refsuðu fyrir það. Sowe fullkomnaði þrennu sína á 78. mínútu með skoti fyrir utan teig. Boltinn var beint á Rafal en boltinn einhvern veginn í markið.
Sowe var nálægt því að bæta við fjórða marki sínu á 85. mínútu en skaut hátt yfir úr frábæru færi. Hefði getað skorað 5-6 mörk í þessum leik, en sættir sig við þrennuna.
Lokatölur 3-1 fyrir Leikni sem fer upp úr fallsæti og í 10. sæti með 15 stig en Grótta niður í næst neðsta sæti með 13 stig.
Frábær lokakafli hjá Aftureldingu
Afturelding lagði Grindavík að velli, 3-0, í Safamýri.
Gestirnir úr Mosfellsbæ fengu besta færi fyrri hálfleiks er Georg Bjarnason fékk sendingu frá Elmari Kára Enessyni Cogic en Aron Dagur Birnuson varði vel.
Fyrri hálfleikurinn var fremur bragðdaufur en Grindavík átti líka sína kafla.
Afturelding tók yfir leikinn í þeim síðari og þá sérstaklega á lokakafla leiksins.
Elmar Kári fékk vítaspyrnu á 68. mínútu er hann var felldur í teignum. Elmar fór sjálfur á punktinn en Aron Dagur las hann vel, varði vítið í stöng og út áður en Hrannar Snær Magnússon þrumaði boltanum yfir.
Þrettán mínútum fyrir leikslok bætti Elmar upp fyrir vítaspyrnu sína með fyrsta marki gestanna eftir snarpa sókn. Sævar Atli Hugason tvöfaldaði forystuna eftir frábæra sókn hægra megin, sem endaði hjá Sævari sem skoraði úr dauðafæri.
Grindvíkingar voru nánast hættir eftir það og nýttu leikmenn Aftureldingar sér það með því að reka síðasta naglann í kistuna. Það var keimlíkt öðru marki liðsins en í þetta sinn var það Andri Freyr Jónasson sem setti boltann í markið.
Afturelding er með 20 stig í 6. sæti en Grindavík með 17 stig í 9. sæti.
Leiknir R. 3 - 1 Grótta
1-0 Omar Sowe ('47 )
2-0 Omar Sowe ('64 )
2-1 Rasmus Christiansen ('69 )
3-1 Omar Sowe ('78 )
Lestu um leikinn
Grindavík 0 - 3 Afturelding
0-0 Elmar Kári Enesson Cogic ('69 , misnotað víti)
0-1 Elmar Kári Enesson Cogic ('77 )
0-2 Sævar Atli Hugason ('83 )
0-3 Andri Freyr Jónasson ('91 )
Lestu um leikinn
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |
Athugasemdir