
Nkunku fékk að spila síðustu mínúturnar í úrslitaleiknum gegn PSG þegar Chelsea vann HM félagsliða í sumar.
Christopher Nkunku er lentur í Mílanó þar sem hann gengst undir læknisskoðun hjá AC Milan á föstudaginn.
Þessi eftirsótti sóknarleikmaður er að skipta yfir í ítalska boltann fyrir um 36 milljónir punda.
FC Bayern var sterklega orðað við Nkunku í sumar en tókst ekki að semja við Chelsea um kaupverð fyrir leikmanninn.
Bayern vildi fá hann á láni með kaupmöguleika en Chelsea hafnaði þeirri tillögu.
Nkunku er 27 ára gamall og hefur leikið fyrir PSG, RB Leipzig og Chelsea á ferlinum.
Hann var algjör lykilmaður hjá Leipzig en átti erfitt uppdráttar bæði hjá PSG og Chelsea.
28.08.2025 10:00
Nkunku loksins að yfirgefa Chelsea
Athugasemdir