Tyrkneska félagið Fenerbahce hefur tilkynnt að það sé búið að reka Jose Mourinho.
„Við þökkum honum fyrir hans starf fyrir félagið og óskum honum velgengni í næstu verkefnum," segir í yfirlýsingu Fenerbahce.
Samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum hefur samband Mourinho við stjórn Fenerbahce verið eldfimt í allt sumar og hann gagnrýnt stefnu félagsins.
„Við þökkum honum fyrir hans starf fyrir félagið og óskum honum velgengni í næstu verkefnum," segir í yfirlýsingu Fenerbahce.
Samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum hefur samband Mourinho við stjórn Fenerbahce verið eldfimt í allt sumar og hann gagnrýnt stefnu félagsins.
Mourinho fór til Istanbúl á síðasta ári eftir tvö ár sem stjóri Roma. Portúgalinn stýrði tyrkneska liðinu 62 sinnum, vann 37 leiki og var með sigurhlutfall upp á 59,68%.
Liðið hafnaði í öðru sæti á eftir erkifjendunum í Galatasaray á síðasta tímabili og missti af sæti í Meistaradeildinni í vikunni þegar liðið tapaði samtals 1-0 gegn Benfica.
Í gær var annar fyrrum stjóri Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, rekinn frá tyrkneska félaginu Besiktas.
Athugasemdir