Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   sun 30. ágúst 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Sara hafi verið best á vellinum
Kvenaboltinn
Sara Björk Gunnarsdóttir átti stórleik þegar Lyon vann Wolfsburg 3-1 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Landsliðsfyrirliðinn spilaði allan leikinn og skoraði þriðja mark Lyon undir lok leiksins.

Hún hljóp úr sér lungun og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að hjálpa Lyon að vinna titilinn gegn sínu gamla félagi Wolfsburg. Hún hjálpaði báðum þessum liðum að komast í úrslitaleikinn.

Michael Cox, rithöfundur og penni á The Athletic, segir að Sara hafi verðskuldað mark sitt þar sem hún var besti maður vallarins.

Hér að neðan má sjá tíst hans.


Athugasemdir